„Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. maí 2021 13:31 Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að stórslys hefði orðið hefði kviknað í húsnæði þar sem 24 erlendir verkamenn bjuggu. stöð 2 Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 24 erlendir verkamenn starfsmannaleigunnar 2findjob bjuggu í húsnæðinu að Smiðshöfða 7 þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðaði það að beiðni lögreglu árið 2018. Húsið var í eigu Taxus ehf. Í rýminu var meðal annars búið að útbúa 16 fjögurra fermetra svefnkassa fyrir mennina og var þeim staflað í tvær hæðir. Þá var verið að smíða fleiri slíka kassa í húsnæðinu. Í skýrslu slökkviliðs er kössunum lýst sem auðbrennanlegu drasli. Engar eldvarnir eða brunaviðvörun voru í húsnæðinu fyrir utan eina brunaslöngu og engin neyðarlýsing. Slökkviliðið kærði eiganda starfsmannaleigunnar til lögreglu og gaf héraðssaksóknari út ákæru síðasta haust. Eigandi 2findjob er ákærður samkvæmt hegningarlögum fyrir að hafa stofnað í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt lífi 24 verkamanna sinna í augljósa hættu. Aðalmeðferð verður í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir málið prófmál. „Þetta var það alvarlegt og í reynd eitt ljótasta mál sem við höfum staðið frammi fyrir að við töldum mikilvægt að leggja okkar kæru fram og í raun er um prófmál að ræða,“ segir Bjarni og bætir við að hann hafi ekki séð annað eins á 30 ára ferli í slökkviliðinu. Uppskrift að stórslysi Bjarni segir að mikil hætta hafi verið á að það kviknaði í húsnæðinu. 24 verkamenn frá Austur-Evrópu bjuggu í húsnæðinu og hafðist hluti þeirra við í litlum timburkössum sem voru metnir auðbrennanlegt drasl af slökkviliði.Vísir/Vilhelm „Þarna var trésmíðavinna og plastmerkingar þannig að þarna var klárlega íkveikjuhætta þar sem rafmagn í húsnæðinu var í henglum. Þarna var líka mikill eldsmatur sem hefði getað verulega keyrt áfram eld og reyk. Þegar þetta er dregið saman blasir við skelfileg mynd . Ég fullyrði það að ef þarna hefði kviknað í til dæmis að nóttu til sé ég ekki hvernig fólk hefði átt að geta bjargað sér út. Þetta er uppskrift að stórslysi. Öll efnin voru komin í skálina það vantaði bara að kveikja í,“ segir Bjarni. Bjarni segir að slökkviliðið hafi lagt fram kærur í tveimur sambærilegum málum. „Þau mál voru sett á ís á meðan þetta mál fyrir dómstóla því þetta er prófmál og ljótasta málið,“ segir hann. Starfsmannaleigan 2findjob varð gjaldþrota árið 2019 en fyrirtækið var samkvæmt kennitölu stofnað árið 2014. Í ársreikningi frá 2016 kemur fram að fyrirtækið seldi þjónustu fyrir tæpar 145 milljónir króna. Margir búa í óleyfishúsnæði og lítið hefur breyst Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu benti á árið 2018 að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bjarni segir að slökkviliðið hafi ráðist í átaksverkefni vegna slíkra mála árið 2017 en sýnist lítið hafa breyst síðan þá. „Það byrjaði að bera á þessu árið 2003 og við höfum reynt að kortleggja vandann nokkrum sinnum og ganga frá heildarmati. Það gerðist hins vegar ekki neitt þannig að við hættum slíkum átaksverkefnum. Við höfum ekki mannskap til að sinna öllum þessum fjölda mála. Ef á að gera átak í þessum málum þarf að gera það með sveitarfélögum og öðrum stofnunum,“ segir Bjarni“ Hann segir jafnframt að ef fólki yrði vísað úr óleyfishúsnæði á höfuðborgarsvæðinu gæti skapast mikill húsnæðisvandi. „Það er ekki hægt að ganga á milli og loka húsnæðinu því þá yrðu nokkur þúsund manns á götunni. Það er líka erfitt að erfitt að krefjast úrbóta þar sem fólk býr í óleyfishúsnæði. Þetta er ekki bara vandi byggingafulltrúa heldur líka skipulagsyfirvalda. Okkur sem ber að hafa eftirlit með þessum málum þ.á.m. sveitarfélaga er því vandi á höndum. Það er engin auðveld lausn sem blasir við því miður,“ segir Bjarni að lokum. Slökkvilið Dómsmál Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54 Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. 1. febrúar 2021 14:54 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
24 erlendir verkamenn starfsmannaleigunnar 2findjob bjuggu í húsnæðinu að Smiðshöfða 7 þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðaði það að beiðni lögreglu árið 2018. Húsið var í eigu Taxus ehf. Í rýminu var meðal annars búið að útbúa 16 fjögurra fermetra svefnkassa fyrir mennina og var þeim staflað í tvær hæðir. Þá var verið að smíða fleiri slíka kassa í húsnæðinu. Í skýrslu slökkviliðs er kössunum lýst sem auðbrennanlegu drasli. Engar eldvarnir eða brunaviðvörun voru í húsnæðinu fyrir utan eina brunaslöngu og engin neyðarlýsing. Slökkviliðið kærði eiganda starfsmannaleigunnar til lögreglu og gaf héraðssaksóknari út ákæru síðasta haust. Eigandi 2findjob er ákærður samkvæmt hegningarlögum fyrir að hafa stofnað í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt lífi 24 verkamanna sinna í augljósa hættu. Aðalmeðferð verður í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir málið prófmál. „Þetta var það alvarlegt og í reynd eitt ljótasta mál sem við höfum staðið frammi fyrir að við töldum mikilvægt að leggja okkar kæru fram og í raun er um prófmál að ræða,“ segir Bjarni og bætir við að hann hafi ekki séð annað eins á 30 ára ferli í slökkviliðinu. Uppskrift að stórslysi Bjarni segir að mikil hætta hafi verið á að það kviknaði í húsnæðinu. 24 verkamenn frá Austur-Evrópu bjuggu í húsnæðinu og hafðist hluti þeirra við í litlum timburkössum sem voru metnir auðbrennanlegt drasl af slökkviliði.Vísir/Vilhelm „Þarna var trésmíðavinna og plastmerkingar þannig að þarna var klárlega íkveikjuhætta þar sem rafmagn í húsnæðinu var í henglum. Þarna var líka mikill eldsmatur sem hefði getað verulega keyrt áfram eld og reyk. Þegar þetta er dregið saman blasir við skelfileg mynd . Ég fullyrði það að ef þarna hefði kviknað í til dæmis að nóttu til sé ég ekki hvernig fólk hefði átt að geta bjargað sér út. Þetta er uppskrift að stórslysi. Öll efnin voru komin í skálina það vantaði bara að kveikja í,“ segir Bjarni. Bjarni segir að slökkviliðið hafi lagt fram kærur í tveimur sambærilegum málum. „Þau mál voru sett á ís á meðan þetta mál fyrir dómstóla því þetta er prófmál og ljótasta málið,“ segir hann. Starfsmannaleigan 2findjob varð gjaldþrota árið 2019 en fyrirtækið var samkvæmt kennitölu stofnað árið 2014. Í ársreikningi frá 2016 kemur fram að fyrirtækið seldi þjónustu fyrir tæpar 145 milljónir króna. Margir búa í óleyfishúsnæði og lítið hefur breyst Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu benti á árið 2018 að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bjarni segir að slökkviliðið hafi ráðist í átaksverkefni vegna slíkra mála árið 2017 en sýnist lítið hafa breyst síðan þá. „Það byrjaði að bera á þessu árið 2003 og við höfum reynt að kortleggja vandann nokkrum sinnum og ganga frá heildarmati. Það gerðist hins vegar ekki neitt þannig að við hættum slíkum átaksverkefnum. Við höfum ekki mannskap til að sinna öllum þessum fjölda mála. Ef á að gera átak í þessum málum þarf að gera það með sveitarfélögum og öðrum stofnunum,“ segir Bjarni“ Hann segir jafnframt að ef fólki yrði vísað úr óleyfishúsnæði á höfuðborgarsvæðinu gæti skapast mikill húsnæðisvandi. „Það er ekki hægt að ganga á milli og loka húsnæðinu því þá yrðu nokkur þúsund manns á götunni. Það er líka erfitt að erfitt að krefjast úrbóta þar sem fólk býr í óleyfishúsnæði. Þetta er ekki bara vandi byggingafulltrúa heldur líka skipulagsyfirvalda. Okkur sem ber að hafa eftirlit með þessum málum þ.á.m. sveitarfélaga er því vandi á höndum. Það er engin auðveld lausn sem blasir við því miður,“ segir Bjarni að lokum.
Slökkvilið Dómsmál Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54 Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. 1. febrúar 2021 14:54 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01
Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. 3. desember 2020 10:54
Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. 1. febrúar 2021 14:54