Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Samúel Karl Ólason og skrifa 12. maí 2021 14:44 Liz Cheney, eftir atkvæðagreiðsluna. AP/Scott Applewhite Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira