Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 15:54 Berglind Svavarsdóttir er formaður Lögmannafélags Íslands. Podcast með Sölva Tryggva/Landsbankinn Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. „Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag. Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
„Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag.
Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23