Sér ekki fram á að árásum linni Sylvía Hall skrifar 16. maí 2021 21:04 Benjamin Netanyahu segir Ísraela einungis vera að verja sig og að árásum sé beint að Hamas. Óbreyttir borgarar eru þó í meirihluta þeirra sem hafa fallið. Getty/Artur Widak Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. Mikið mannfall hefur orðið á Gasasvæðinu vegna árása Ísraelshers en í það minnsta 188 Palestínumenn hafa látið lífið, þar á meðal 55 börn. Mannfallið er því mun hærra en það sem hefur orðið í Ísrael, en þar hafa átta látist. „Ég held að öll lönd hafi rétt til þess að verja sig. Náttúrulegan sjálfsvarnarrétt,“ sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra í viðtali við Face The Nation á CBS í dag. „Við erum að einblína á hryðjuverkasamtök sem beina árásum sínum á óbreytta borgara okkar en fela sig á bak við sína eigin.“ Hann segir að átökin „muni taka tíma“ og kippir sér lítið upp við ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar, sem vitnað er til á vef Financial Times, sagði hann alltaf vera þrýsting; „en heilt yfir erum við að fá alvöru stuðning, fyrst og fremst frá Bandaríkjunum.“ Loftskeyti Ísraela hafa jafnað margar stærstu byggingar Gasasvæðisins við jörðu, þar á meðal skrifstofur og íbúðarhúsnæði. Í gærnótt var bygging sem hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera sprengd í loft upp. Blaðamenn og aðrir starfsmenn fengu skamman tíma til að forða sér, en ísraelski herinn fullyrðir að í byggingunni hafi verið eignir Hamas-liða. Video of inside the press offices of the Associated Press and AlJazeera before the Gaza building was levelled to the ground. Journalists trying to grab precious and valuable equipment in short period. pic.twitter.com/Bi14stu49M— Bessma Momani (@b_momani) May 15, 2021 „Gjörsamlega hræðilegt“ Víða um heim hefur mótmælt vegna loftárásanna og leiðtogar heimsins kallað eftir því að átökum linni á svæðinu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði stöðuna „gjörsamlega hræðilega“ og sagði nauðsynlegt að árásum yrði hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag og sagði Antonio Guterres að Sameinuðu þjóðirnar væru að taka virkan þátt í því að hvetja báðar þjóðir til vopnahlés. Bandaríkin sögðust hafa lýst því yfir við bæði Ísrael og Palestínu að þau séu tilbúin að bjóða fram stuðning, ef aðilar sættast á vopnahlé. „Bandaríkin hafa unnið sleitulaust í gegnum diplómatískar leiðir að binda enda á þessa deilu,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Því við trúum því að Ísraelar og Palestínumenn eigi jafnan rétt til þess að búa við öryggi.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00 Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Mikið mannfall hefur orðið á Gasasvæðinu vegna árása Ísraelshers en í það minnsta 188 Palestínumenn hafa látið lífið, þar á meðal 55 börn. Mannfallið er því mun hærra en það sem hefur orðið í Ísrael, en þar hafa átta látist. „Ég held að öll lönd hafi rétt til þess að verja sig. Náttúrulegan sjálfsvarnarrétt,“ sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra í viðtali við Face The Nation á CBS í dag. „Við erum að einblína á hryðjuverkasamtök sem beina árásum sínum á óbreytta borgara okkar en fela sig á bak við sína eigin.“ Hann segir að átökin „muni taka tíma“ og kippir sér lítið upp við ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar, sem vitnað er til á vef Financial Times, sagði hann alltaf vera þrýsting; „en heilt yfir erum við að fá alvöru stuðning, fyrst og fremst frá Bandaríkjunum.“ Loftskeyti Ísraela hafa jafnað margar stærstu byggingar Gasasvæðisins við jörðu, þar á meðal skrifstofur og íbúðarhúsnæði. Í gærnótt var bygging sem hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera sprengd í loft upp. Blaðamenn og aðrir starfsmenn fengu skamman tíma til að forða sér, en ísraelski herinn fullyrðir að í byggingunni hafi verið eignir Hamas-liða. Video of inside the press offices of the Associated Press and AlJazeera before the Gaza building was levelled to the ground. Journalists trying to grab precious and valuable equipment in short period. pic.twitter.com/Bi14stu49M— Bessma Momani (@b_momani) May 15, 2021 „Gjörsamlega hræðilegt“ Víða um heim hefur mótmælt vegna loftárásanna og leiðtogar heimsins kallað eftir því að átökum linni á svæðinu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði stöðuna „gjörsamlega hræðilega“ og sagði nauðsynlegt að árásum yrði hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag og sagði Antonio Guterres að Sameinuðu þjóðirnar væru að taka virkan þátt í því að hvetja báðar þjóðir til vopnahlés. Bandaríkin sögðust hafa lýst því yfir við bæði Ísrael og Palestínu að þau séu tilbúin að bjóða fram stuðning, ef aðilar sættast á vopnahlé. „Bandaríkin hafa unnið sleitulaust í gegnum diplómatískar leiðir að binda enda á þessa deilu,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Því við trúum því að Ísraelar og Palestínumenn eigi jafnan rétt til þess að búa við öryggi.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00 Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00
Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01