Danir sömdu um tilslakanir sem ná til nærri alls samfélagsins Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2021 07:44 Danir fagna, en til stendur að afnema grímuskyldu og sem og kröfur um bólusetningarvottorð yfir sumarið. EPA Samkomulag hefur náðst á danska þinginu um verulegar tilslakanir á sóttvarnarreglum í landinu frá og með komandi föstudegi. Afléttingarnar ná til landsins alls, og langflest svið dansks samfélags í einhverri mynd, ef frá eru taldir næturklúbbar og diskótek. DR segir frá því að samkomulag milli allra stjórnmálaflokka á danska þinginu hafi náðst í nótt, ef frá er talinn Ný borgaraflokkurinn. Háskólar opna upp á gátt, ekki er lengur hvatt til fjarvinnu á vinnustöðum og opnað er fyrir almenning að sækja gufuböð, sundlaugar, spilasali og ýmislegt fleira. Opnað er fyrir almenning að sækja íþróttaviðburði og ýmsa aðra skipulagða tómstundastarfsemi, en í sumum tilvikum þarf að sýna fram á kórónuveiruvegabréf. Vegabréfið er smáforrit í sínaum sem sýnir fram á að viðkomandi hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á síðustu þremur sólarhringum, hafi verið bólusettur eða þá sanni að viðkomandi hafi smitast á síðustu tveimur til tólf vikum. Upphaflega stóð til að skólar ættu að gera tekið við 50 prósentum af hámarksfjölda, en niðurstaða samkomulagsins var að opna skólana upp á gátt. Fólk má frá og með föstudeginum sækja dýra- og skemmtigarða heim, gegn því að sýna fram kórónuveiruvegabréf. Þegar kemur að fjarvinnu mega 20 prósent starfsfólks mæta aftur á vinnustaði frá föstudeginum, helmingur frá 14. júní og allir frá 1. ágúst. Grímuskyldu á að afnema í áföngum yfir sumarið, líkt og krafan um að sýna fram á kórónuveiruvegabréf. Grímuskylda skal þannig vera alveg afnumin í ágúst þegar ætlunin er að vera búin að bólusetja alla sem eru eldri en sextán ára. Auk alls þessa hefur miðast samkomutakmarkanir nú almennt við fimmtíu manns innandyra, en hundrað utandyra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
DR segir frá því að samkomulag milli allra stjórnmálaflokka á danska þinginu hafi náðst í nótt, ef frá er talinn Ný borgaraflokkurinn. Háskólar opna upp á gátt, ekki er lengur hvatt til fjarvinnu á vinnustöðum og opnað er fyrir almenning að sækja gufuböð, sundlaugar, spilasali og ýmislegt fleira. Opnað er fyrir almenning að sækja íþróttaviðburði og ýmsa aðra skipulagða tómstundastarfsemi, en í sumum tilvikum þarf að sýna fram á kórónuveiruvegabréf. Vegabréfið er smáforrit í sínaum sem sýnir fram á að viðkomandi hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á síðustu þremur sólarhringum, hafi verið bólusettur eða þá sanni að viðkomandi hafi smitast á síðustu tveimur til tólf vikum. Upphaflega stóð til að skólar ættu að gera tekið við 50 prósentum af hámarksfjölda, en niðurstaða samkomulagsins var að opna skólana upp á gátt. Fólk má frá og með föstudeginum sækja dýra- og skemmtigarða heim, gegn því að sýna fram kórónuveiruvegabréf. Þegar kemur að fjarvinnu mega 20 prósent starfsfólks mæta aftur á vinnustaði frá föstudeginum, helmingur frá 14. júní og allir frá 1. ágúst. Grímuskyldu á að afnema í áföngum yfir sumarið, líkt og krafan um að sýna fram á kórónuveiruvegabréf. Grímuskylda skal þannig vera alveg afnumin í ágúst þegar ætlunin er að vera búin að bólusetja alla sem eru eldri en sextán ára. Auk alls þessa hefur miðast samkomutakmarkanir nú almennt við fimmtíu manns innandyra, en hundrað utandyra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira