Atli semur tónlist fyrir risakvikmynd, fimm seríur og stóran tölvuleik Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2021 10:31 Atli Örvars hefur gert það gott undanfarin ár í kvikmyndabransanum. Mynd/SKAPTI HALLGRÍMSSON fyrir Akureyri.net „Þetta er svona þægileg innivinna. Ég er í því að gera tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp mestmegnis. Einstaka sinnum tek ég mér frí frá því að vinn mín eigin verk,“ segir tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hefur slegið í gegn sem tónsmiður fyrir stór alþjóðleg kvikmyndaverk og þætti. Hann samdi til að mynda tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Í júní verður kvikmyndin The Hitman's Wife's Bodyguard frumsýnd en tónlistinni í kvikmyndinni er eftir Atla. Í myndinni fara Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Frank Grillo, Salma Hayek, Morgan Freeman, Antonio Banderas og fleiri með hlutverk. „Þetta er frekar stórt mál því undanfarið ár hafa fáir treyst sér í kvikmyndahús en núna þegar þetta er að opnast og ástandið að breytast t.d. í Bandaríkjunum og aðsókn er greinilega að aukast. Þetta er svolítið skemmtilegur tími til þess að koma með svolítið stóra mynd.“ Hann segir að um sé að ræða framhaldsmynd en kvikmyndin The Hitman's Bodyguard kom út árið 2017. Þá sá Atli einnig um tónlistina og vildi leikstjórinn Patrick Hughes aftur starfa með honum. Atli hefur samið mörg verk í ameríska sjónvarpsþætti. „Ég er með tónlist í fimm þáttum núna. Ég er með tónlist í þremur Chicago seríum, Fire, PD og Med á sjónvarpsstöðinni NBC. Svo er ég með tónlist í tveimur FBI seríum á CBS. Ég er ekki einn við þetta, þetta er svo mikil vinna og er ég með teymi af fólki sem er að hjálpa mér. Bæði hér og í Bandaríkjunum.“ Atli segist einnig vera semja tónlist fyrir stóran tölvuleik. „Ég hef aðeins snert á þeim bransa. Ekki margir sem vita það að tölvuleikjabransinn er fjórum sinnum stærri en kvikmyndabransinn í ársveltu. Þar er gríðarlega mikið lagt í tónlistina. T.d. er tölvuleikur, sem ég má alls ekki nefna á nafn, og tónlistin fyrir hann verður tekið upp í Hofi með Sinfonia Nord núna í sumar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Atla. Tónlist Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Hann hefur slegið í gegn sem tónsmiður fyrir stór alþjóðleg kvikmyndaverk og þætti. Hann samdi til að mynda tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Í júní verður kvikmyndin The Hitman's Wife's Bodyguard frumsýnd en tónlistinni í kvikmyndinni er eftir Atla. Í myndinni fara Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Frank Grillo, Salma Hayek, Morgan Freeman, Antonio Banderas og fleiri með hlutverk. „Þetta er frekar stórt mál því undanfarið ár hafa fáir treyst sér í kvikmyndahús en núna þegar þetta er að opnast og ástandið að breytast t.d. í Bandaríkjunum og aðsókn er greinilega að aukast. Þetta er svolítið skemmtilegur tími til þess að koma með svolítið stóra mynd.“ Hann segir að um sé að ræða framhaldsmynd en kvikmyndin The Hitman's Bodyguard kom út árið 2017. Þá sá Atli einnig um tónlistina og vildi leikstjórinn Patrick Hughes aftur starfa með honum. Atli hefur samið mörg verk í ameríska sjónvarpsþætti. „Ég er með tónlist í fimm þáttum núna. Ég er með tónlist í þremur Chicago seríum, Fire, PD og Med á sjónvarpsstöðinni NBC. Svo er ég með tónlist í tveimur FBI seríum á CBS. Ég er ekki einn við þetta, þetta er svo mikil vinna og er ég með teymi af fólki sem er að hjálpa mér. Bæði hér og í Bandaríkjunum.“ Atli segist einnig vera semja tónlist fyrir stóran tölvuleik. „Ég hef aðeins snert á þeim bransa. Ekki margir sem vita það að tölvuleikjabransinn er fjórum sinnum stærri en kvikmyndabransinn í ársveltu. Þar er gríðarlega mikið lagt í tónlistina. T.d. er tölvuleikur, sem ég má alls ekki nefna á nafn, og tónlistin fyrir hann verður tekið upp í Hofi með Sinfonia Nord núna í sumar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Atla.
Tónlist Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira