Lífið

Vinsælustu íslensku Eurovision lögin á Google

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv árið 2019.
Hatari tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv árið 2019. Mynd/RÚV

Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman vinsælustu Eurovision-lög okkar Íslendinga ef miðað er við leitarsíðuna Google.

Miðað var við framlög okkar Íslendinga í keppninni frá árinu 2009 þegar Jóhanna Guðrún söng lagið Is It True? og hafnaði í öðru sæti keppninnar.

Þar kemur í ljós að Hatrið mun sigra með Hatari er vinsælasta Eurovision lagið á Google og var leita eftir orðunum iceland eurovision í maí 2019 906 þúsund sinnum. 

Í öðru sæti er lag Jóhönnu Guðrúnar með 496 þúsund leita. Think about Things með Daða og Gagnamagninu er í þriðja sætinu en lagið átti að vera framlag Íslands á síðasta ári í keppninni en henni var aflýst. Í ár tekur Daði Freyr aftur á móti þátt með laginu 10 Years. 

Pollapönk er síðan í fjórða sætinu með 147 þúsund leitir.

Hér að neðan má sjá yfirferðina í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.