Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2021 11:54 Eftir langt tímabil vaxtalækkana ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að hækka meginvexti um 0,25 prósentur í dag. Helsta skýringin er þrálát verðbólga bæði innanlands og utan. Stöð 2/Arnar Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30