Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2021 12:26 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira