Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 18:46 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn. Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.” Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.”
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent