Stefnir í metár í fæðingum á Íslandi: „Börn sem hafa verið getin í kórónuveirufaraldrinum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 12:01 Búist er við metári í fæðingartíðni hér á landi. mynd/getty Það stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira