Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2021 15:55 Roman Protasevich handtekinn í Hvíta-Rússlandi árið in 2017. Sergei Grits/AP Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag Þetta kemur fram á vef Guardian og Reuters. Roman Protasevich er blaðamaður, ljósmyndari, bloggari og aktivisti. Protasevich var eftirlýstur vegna mómæla sem hann skipulagði gegn forseta Hvíta-Rússlands á síðasta ári. Stjórnarandstæðingar Alexanders Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, hafa gagnrýnt atvikið sem þeir segja tilraun til að þagga niður í gagnrýnisröddum. Þeir segja að vélin hafi verið látin nauðlenda í þeim eina tilgangi að handtaka Protasevich. Þess er krafist að NATO og Evrópusambandið beiti sér í málinu. Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins segir atburðinn óásættanlegan og krefst þess að farþegum verði hleypt aftur á loft. It is utterly unacceptable to force @Ryanair flight from Athens to Vilnius to land in Minsk. ALL passengers must be able to continue their travel to Vilnius immediately and their safety ensured.Any violation of international air transport rules must bear consequences.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 23, 2021 Forsætisráðherra Litháen tekur í sama streng. Passengers and crew of Ryanair flight en route from Athens to Vilnius have been put in danger - when forcibly landed in Minsk.We demand that the plane and passengers be allowed to fly to Vilnius immediately!— Ingrida imonyt (@IngridaSimonyte) May 23, 2021 Farþegaflugvélin var á leið frá Aþenu til Litháen þegar vélin var látin lenda í Hvíta-Rússlandi líkt og sést á Flightradar. Samkvæmt Guardian var flugvélin látin nauðlenda þegar hún var komin inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. BREAKING! The regime landed @Ryanair plane, which was flying from Athens to Vilnius,in order to arrest the famous Belarusian journalist Roman Protasevich. In Belarus, he faces the death penalty. Belarus has seized a plane,put passengers in danger, in order to repress an opponent pic.twitter.com/TEv22to5XM— Franak Via orka (@franakviacorka) May 23, 2021 Utanríkisráðherra Litháen upplýsir um farþega í tísti á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Twitter og kallar eftir því að flugvélin fái að taka á loft á ný hið snarasta. In total there was 171 passenger on flight. We have information about 149 passengers. Among them - 1 AT, 1 BE, 1 BG, 1 CY, 3 DE, 1 ESP, 9 FRA, 1 GEO, 11 GR , 94 LT, 2 LV, 4 PL, 5 RO, 4BY, 3 RF, 1 GEO, 2 SYR, 1 NGA citizens. All 171 need to be released immediately.— Gabrielius Landsbergis (@GLandsbergis) May 23, 2021 Sakar Lúkasjenkó um flugrán Forsætisráðherra Póllands segir að um „flugrán“ sé að ræða og vill ræða refsiaðgerðir innan ESB strax á morgun. I have asked @eucopresident to expand tomorrow's #EUCO agenda and discuss immediate sanctions against A. Lukashenka regime. Hijacking of a civilian plane is an unprecedented act of state terrorism. It cannot go unpunished.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) May 23, 2021 Flugvélin hefur ekki enn tekið á loft. Í frétt DW kemur fram að Belta news agency greini frá því að flugvélin hafi verið látin lenda vegna sprengjuhótunar. Engin sprengja hafi þó fundist í vélinni þegar hún var skoðuð við lendingu. Fréttaritari Guardian birtir yfirlýsingu Ryanair á Twitter þar sem fram kemur að öryggi hafi verið ógnað um borð og því hafi verið tekin ákvörðun um að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin hafi lent á flugvelli í Minsk og að vélin muni taka aftur á loft síðar í dag. Statement from @Ryanair: Belarus air traffic control says there's a potential security threat on board and diverts to Minsk airport... except it wasn't the closest airport, Vilnius was closer. pic.twitter.com/UnxWj0FIBE— Andrew Roth (@Andrew__Roth) May 23, 2021 Fréttaritarinn bendir þó glögglega á í tísti sínu að flugvöllurinn í Vilníus, höfuðborg Litháens, hafi verið mun nær en flugvöllurinn í Minsk þegar vélinni var snúið við. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15 með yfirlýsingu frá Ryanair. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Guardian og Reuters. Roman Protasevich er blaðamaður, ljósmyndari, bloggari og aktivisti. Protasevich var eftirlýstur vegna mómæla sem hann skipulagði gegn forseta Hvíta-Rússlands á síðasta ári. Stjórnarandstæðingar Alexanders Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, hafa gagnrýnt atvikið sem þeir segja tilraun til að þagga niður í gagnrýnisröddum. Þeir segja að vélin hafi verið látin nauðlenda í þeim eina tilgangi að handtaka Protasevich. Þess er krafist að NATO og Evrópusambandið beiti sér í málinu. Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins segir atburðinn óásættanlegan og krefst þess að farþegum verði hleypt aftur á loft. It is utterly unacceptable to force @Ryanair flight from Athens to Vilnius to land in Minsk. ALL passengers must be able to continue their travel to Vilnius immediately and their safety ensured.Any violation of international air transport rules must bear consequences.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 23, 2021 Forsætisráðherra Litháen tekur í sama streng. Passengers and crew of Ryanair flight en route from Athens to Vilnius have been put in danger - when forcibly landed in Minsk.We demand that the plane and passengers be allowed to fly to Vilnius immediately!— Ingrida imonyt (@IngridaSimonyte) May 23, 2021 Farþegaflugvélin var á leið frá Aþenu til Litháen þegar vélin var látin lenda í Hvíta-Rússlandi líkt og sést á Flightradar. Samkvæmt Guardian var flugvélin látin nauðlenda þegar hún var komin inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. BREAKING! The regime landed @Ryanair plane, which was flying from Athens to Vilnius,in order to arrest the famous Belarusian journalist Roman Protasevich. In Belarus, he faces the death penalty. Belarus has seized a plane,put passengers in danger, in order to repress an opponent pic.twitter.com/TEv22to5XM— Franak Via orka (@franakviacorka) May 23, 2021 Utanríkisráðherra Litháen upplýsir um farþega í tísti á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Twitter og kallar eftir því að flugvélin fái að taka á loft á ný hið snarasta. In total there was 171 passenger on flight. We have information about 149 passengers. Among them - 1 AT, 1 BE, 1 BG, 1 CY, 3 DE, 1 ESP, 9 FRA, 1 GEO, 11 GR , 94 LT, 2 LV, 4 PL, 5 RO, 4BY, 3 RF, 1 GEO, 2 SYR, 1 NGA citizens. All 171 need to be released immediately.— Gabrielius Landsbergis (@GLandsbergis) May 23, 2021 Sakar Lúkasjenkó um flugrán Forsætisráðherra Póllands segir að um „flugrán“ sé að ræða og vill ræða refsiaðgerðir innan ESB strax á morgun. I have asked @eucopresident to expand tomorrow's #EUCO agenda and discuss immediate sanctions against A. Lukashenka regime. Hijacking of a civilian plane is an unprecedented act of state terrorism. It cannot go unpunished.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) May 23, 2021 Flugvélin hefur ekki enn tekið á loft. Í frétt DW kemur fram að Belta news agency greini frá því að flugvélin hafi verið látin lenda vegna sprengjuhótunar. Engin sprengja hafi þó fundist í vélinni þegar hún var skoðuð við lendingu. Fréttaritari Guardian birtir yfirlýsingu Ryanair á Twitter þar sem fram kemur að öryggi hafi verið ógnað um borð og því hafi verið tekin ákvörðun um að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin hafi lent á flugvelli í Minsk og að vélin muni taka aftur á loft síðar í dag. Statement from @Ryanair: Belarus air traffic control says there's a potential security threat on board and diverts to Minsk airport... except it wasn't the closest airport, Vilnius was closer. pic.twitter.com/UnxWj0FIBE— Andrew Roth (@Andrew__Roth) May 23, 2021 Fréttaritarinn bendir þó glögglega á í tísti sínu að flugvöllurinn í Vilníus, höfuðborg Litháens, hafi verið mun nær en flugvöllurinn í Minsk þegar vélinni var snúið við. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15 með yfirlýsingu frá Ryanair.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira