Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 11:21 James Newman flutti lagið Embers fyrir hönd Bretlands í Eurovision í ár. Getty/Soeren Stache „Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag. Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu. Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu.
Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00
Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24