Segja að Real vilji losna við Bale og Hazard | Allegri tilkynntur í næstu viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 17:45 Þessir tveir verða eflaust ekki í leikmannahópi Real Madrid á næstu leiktíð. Oscar J. Barroso/Getty Images Heimildir Sky Sports herma að Real Madríd vilji losna við vængmennina Gareth Bale og Eden Hazard í sumar. Reikna má með mikilli uppstokkun hjá Madrídingum í sumar þar sem Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, virðist einnig á förum. Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira