Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 09:40 Alexander Lukashenka, forseti Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. AP/Tut.by Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira