Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Árni Sæberg skrifar 1. júní 2021 15:41 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi. Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi.
Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira