Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. júní 2021 13:01 „Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
„Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun