Hvers eiga veikir að gjalda? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 4. júní 2021 16:31 Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi. Þeir sem þekkja til nefna oft í þessu samhengi kaldhæðnina í því að í eina skiptið sem mönnun hefur verið fullnægjandi á bráðamóttökunni var í læknaverkfallinu. Þá var fyrst nægjanleg pressa sett á stjórnvöld að tryggja að öryggi sjúklinga og gæði þjónustunar myndu ekki líða fyrir launaviðræðurnar. Maður spyr sig, hversu slæmt þarf ástandið að verða áður en ráðamenn gangast við því að kannski sé ríkið ekki alltaf best til að stýra eða sinna öllu eitt síns liðs? Það merkilega við þetta allt saman er að þrátt fyrir að það sé ein helsta grunnregla þjónustufyrirtækja að starfsmenn á gólfi séu alltaf verðmætari fyrir árangur þjónustuveitingarinnar en starfsmaður á skrifstofu, hefur mesta fjölgun starfsmanna á Landspítalanum ekki verið hjá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu heldur í hópi millistjórnenda. Nú þegar ríflega hálfrar aldar starfsemi leggst af vegna tregðu í kerfinu munu biðlistarnir svo sannarlega ekki styttast, og þá skiptir engu máli hversu góðan þjónustuferil eða sniðugar sparnaðarleiðir viðkomandi deild á spítalanum er með. Heilbrigðiskerfið er hringrásarkerfi; vandi á einum stað leiðir af sér vandamál á öðrum stað. Skortur á þjónustu utan spítalans setur meira álag á spítalann og ef ekki er nægjanlegur fjöldi starfsfólks eða rúma er ekki hægt að tryggja öryggi né árangur þjónustunnar - sem þá veldur auknu álagi á heilsugæslurnar og auknum kostnaði fyrir tryggingastofnun. Ég þreytist ekki á að benda á að það hefur einungis einum heilbrigðisráðherra tekist að leysa úr svona flöskuhálsum í heilbrigðiskerfinu síðastliðna áratugi. Það tók Guðlaug Þór einungis 2 ár í heilbrigðisráðuneytinu frá 2007 til 2009 að tæma öldrunarbiðlistana á LSH, höggva á biðlista í aðgerðir og lækka lyfjakostnað. Það gerði hann ekki með því að láta ríkið gera allt heldur með því að fara í útboð og úthýsa þjónustunni til einkaaðila og létta þannig álaginu af LSH. Með því að tryggja að viðeigandi þjónustuúrræði væru til staðar utan LSH fyrir þá sjúklinga sem voru fastir inni á LSH þrátt fyrir að vera komnir með vistunarmat, eða útskrifaðir og veita þeim allra veikustu forgang á hjúkrunarheimilin. Seinast en ekki síst lækkaði hann lyfjakostnað með samstarfi við Svía sem tryggði að lyf sem fengu markaðsleyfi þar í landi fengu líka markaðsleyfi hérlendis, sem kom á virkri samkeppni á íslenskum lyfjamarkaði. Það er þetta sem virkar. Guðlaugur Þór lagði áherslu á aukana fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu og var óþreytandi að benda á ný tækifæri í málaflokknum. Hann lagði mikið upp úr að rekstrarformið væri ekki höfuðatriði heldur sú þjónusta sem borgurunum væri veitt. Hún yrði að standast gæðakröfur og vera boðin á hagstæðu verði. Í reynd gæti íslensk heilbrigðisþjónusta verið útflutningsvara, slíkur væri mannauðurinn og kunnáttan hér á landi. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er nefnilega mjög eftirsótt á alþjóðavettvangi. Á þeim tíma kvað við allt annan tón í heilbrigðisráðuneytinu. Guðlaugi Þór var til að mynda umhugað um starfsánægju fólks í heilbrigðiskerfinu og hvernig fleiri tækifæri gætu laðað íslenska lækna aftur heim. Við sjálfstæðismenn eigum að gera kröfu um heilbrigðisráðuneytið eftir næstu kosningar og fylgja þar þeirri stefnu sem Guðlaugur Þór markaði sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum sanna sjálfstæðismenn til forystu, fólk eins og Guðlaug Þór, sem leggur höfuðáherslu á frjálst framtak, að virkja kraft einstaklinganna. Þau grundvallarsjónarmið eiga jafn vel við í heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi. Þeir sem þekkja til nefna oft í þessu samhengi kaldhæðnina í því að í eina skiptið sem mönnun hefur verið fullnægjandi á bráðamóttökunni var í læknaverkfallinu. Þá var fyrst nægjanleg pressa sett á stjórnvöld að tryggja að öryggi sjúklinga og gæði þjónustunar myndu ekki líða fyrir launaviðræðurnar. Maður spyr sig, hversu slæmt þarf ástandið að verða áður en ráðamenn gangast við því að kannski sé ríkið ekki alltaf best til að stýra eða sinna öllu eitt síns liðs? Það merkilega við þetta allt saman er að þrátt fyrir að það sé ein helsta grunnregla þjónustufyrirtækja að starfsmenn á gólfi séu alltaf verðmætari fyrir árangur þjónustuveitingarinnar en starfsmaður á skrifstofu, hefur mesta fjölgun starfsmanna á Landspítalanum ekki verið hjá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu heldur í hópi millistjórnenda. Nú þegar ríflega hálfrar aldar starfsemi leggst af vegna tregðu í kerfinu munu biðlistarnir svo sannarlega ekki styttast, og þá skiptir engu máli hversu góðan þjónustuferil eða sniðugar sparnaðarleiðir viðkomandi deild á spítalanum er með. Heilbrigðiskerfið er hringrásarkerfi; vandi á einum stað leiðir af sér vandamál á öðrum stað. Skortur á þjónustu utan spítalans setur meira álag á spítalann og ef ekki er nægjanlegur fjöldi starfsfólks eða rúma er ekki hægt að tryggja öryggi né árangur þjónustunnar - sem þá veldur auknu álagi á heilsugæslurnar og auknum kostnaði fyrir tryggingastofnun. Ég þreytist ekki á að benda á að það hefur einungis einum heilbrigðisráðherra tekist að leysa úr svona flöskuhálsum í heilbrigðiskerfinu síðastliðna áratugi. Það tók Guðlaug Þór einungis 2 ár í heilbrigðisráðuneytinu frá 2007 til 2009 að tæma öldrunarbiðlistana á LSH, höggva á biðlista í aðgerðir og lækka lyfjakostnað. Það gerði hann ekki með því að láta ríkið gera allt heldur með því að fara í útboð og úthýsa þjónustunni til einkaaðila og létta þannig álaginu af LSH. Með því að tryggja að viðeigandi þjónustuúrræði væru til staðar utan LSH fyrir þá sjúklinga sem voru fastir inni á LSH þrátt fyrir að vera komnir með vistunarmat, eða útskrifaðir og veita þeim allra veikustu forgang á hjúkrunarheimilin. Seinast en ekki síst lækkaði hann lyfjakostnað með samstarfi við Svía sem tryggði að lyf sem fengu markaðsleyfi þar í landi fengu líka markaðsleyfi hérlendis, sem kom á virkri samkeppni á íslenskum lyfjamarkaði. Það er þetta sem virkar. Guðlaugur Þór lagði áherslu á aukana fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu og var óþreytandi að benda á ný tækifæri í málaflokknum. Hann lagði mikið upp úr að rekstrarformið væri ekki höfuðatriði heldur sú þjónusta sem borgurunum væri veitt. Hún yrði að standast gæðakröfur og vera boðin á hagstæðu verði. Í reynd gæti íslensk heilbrigðisþjónusta verið útflutningsvara, slíkur væri mannauðurinn og kunnáttan hér á landi. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er nefnilega mjög eftirsótt á alþjóðavettvangi. Á þeim tíma kvað við allt annan tón í heilbrigðisráðuneytinu. Guðlaugi Þór var til að mynda umhugað um starfsánægju fólks í heilbrigðiskerfinu og hvernig fleiri tækifæri gætu laðað íslenska lækna aftur heim. Við sjálfstæðismenn eigum að gera kröfu um heilbrigðisráðuneytið eftir næstu kosningar og fylgja þar þeirri stefnu sem Guðlaugur Þór markaði sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum sanna sjálfstæðismenn til forystu, fólk eins og Guðlaug Þór, sem leggur höfuðáherslu á frjálst framtak, að virkja kraft einstaklinganna. Þau grundvallarsjónarmið eiga jafn vel við í heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar