Spariafmælistónleikar fyrstu plötu Moses Hightower Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2021 13:00 Platan Búum til börn kom út fyrir 11 árum. Sigríður Ása Moses Hightower ætlar að halda afmælistónleikaröð í tilefni þess að 11 ár eru síðan fyrsta platan þeirra, Búum til börn, kom út. Platan verður flutt í heild – með lúðrum, bakröddum og mörgum af upprunalegu flytjendunum. „Sum lögin á fyrstu plötunni höfum við ekki spilað síðan sirka 2011, þannig að þetta verður fróðlegt. Hljómsveitin er allt öðruvísi í dag, og meðlimirnir auðvitað farnir að láta talsvert á sjá, en við erum enn að,“ segir Steingrímur Karl Teague meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða sérstaka spariafmælistónleika. Tónleikarnir fara fram 10. og 11. júní í Bæjarbíói í Hafnarfirði, 12. júní á Græna hattinum Akureyri og 20. júní í Midgard Base Camp, Hvolsvelli. Einnig verða þar flutt nýrri lög, til dæmis af nýjustu plötu þeirra Lyftutónlist. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins. „Þegar fyrsta plata hljómsveitarinnar Moses Hightower, Búum til börn, kom út í júlí 2010 voru gagnrýnendur og hlustendur sammála um að hér kvæði við nýjan tón í íslenskri tónlist. Útsetningar, hljóðheimur og spilamennska sóttu óspart í sálartónlist 7. og 8. áratugar, en textar þóttu minna á íslenskt lopapeysupopp frá sama tímabili, ekki síst Spilverk þjóðanna. Í öllu falli var plötunni tekið fagnandi, og lögin „Vandratað“ og „Bílalest út úr bænum“ hljómuðu látlaust úr viðtækjum landsins,“ segir í tilkynningu um tónleikana. Í kjölfarið birtist platan á hinum og þessum listum yfir bestu plötur ársins, og sveitin fékk tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins og textahöfunda ársins. „Í tilefni þess að 11 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar (gisp!) ætlar hljómsveitin að halda tónleika hringinn í kringum landið, skrýdd mörgum af sömu silkimjúku gestaflytjendunum og heiðruðu hana á plötunni: Óskar Guðjónsson leikur á sax, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og Kjartan Hákonarson á trompet og flugelhorn, og bakraddir syngja Bryndís Jakobsdóttir og Rakel Sigurðardóttir. Sannkallaðir sparitónleikar þar sem platan verður leikin í heild sinni, ásamt feikivel völdum öðrum lögum Mosesar, m.a. af nýjustu plötu þeirra, Lyftutónlist!“ Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Platan verður flutt í heild – með lúðrum, bakröddum og mörgum af upprunalegu flytjendunum. „Sum lögin á fyrstu plötunni höfum við ekki spilað síðan sirka 2011, þannig að þetta verður fróðlegt. Hljómsveitin er allt öðruvísi í dag, og meðlimirnir auðvitað farnir að láta talsvert á sjá, en við erum enn að,“ segir Steingrímur Karl Teague meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða sérstaka spariafmælistónleika. Tónleikarnir fara fram 10. og 11. júní í Bæjarbíói í Hafnarfirði, 12. júní á Græna hattinum Akureyri og 20. júní í Midgard Base Camp, Hvolsvelli. Einnig verða þar flutt nýrri lög, til dæmis af nýjustu plötu þeirra Lyftutónlist. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins. „Þegar fyrsta plata hljómsveitarinnar Moses Hightower, Búum til börn, kom út í júlí 2010 voru gagnrýnendur og hlustendur sammála um að hér kvæði við nýjan tón í íslenskri tónlist. Útsetningar, hljóðheimur og spilamennska sóttu óspart í sálartónlist 7. og 8. áratugar, en textar þóttu minna á íslenskt lopapeysupopp frá sama tímabili, ekki síst Spilverk þjóðanna. Í öllu falli var plötunni tekið fagnandi, og lögin „Vandratað“ og „Bílalest út úr bænum“ hljómuðu látlaust úr viðtækjum landsins,“ segir í tilkynningu um tónleikana. Í kjölfarið birtist platan á hinum og þessum listum yfir bestu plötur ársins, og sveitin fékk tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins og textahöfunda ársins. „Í tilefni þess að 11 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar (gisp!) ætlar hljómsveitin að halda tónleika hringinn í kringum landið, skrýdd mörgum af sömu silkimjúku gestaflytjendunum og heiðruðu hana á plötunni: Óskar Guðjónsson leikur á sax, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og Kjartan Hákonarson á trompet og flugelhorn, og bakraddir syngja Bryndís Jakobsdóttir og Rakel Sigurðardóttir. Sannkallaðir sparitónleikar þar sem platan verður leikin í heild sinni, ásamt feikivel völdum öðrum lögum Mosesar, m.a. af nýjustu plötu þeirra, Lyftutónlist!“
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira