Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 13:14 Lögregla hefur elst við Anton Kristinn í langan tíma. Hann sætir nú ákæru fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns Antons Kristins. Niðurfellingarbréf hafi borist frá lögreglu til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. „Ég er að undirbúa bótamál gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa lengi haft upplýsingar um að Anton Kristinn tengdist morðinu ekkert. Það hafi legið fyrir þegar blásið var til fréttamannafundar vegna málsins. Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa ráðið Armando Beqirai bana þann 13. febrúar og raunar lagt áherslu á að hann hafi verið einn að verki. Þrír aðrir eru ákærðir en þeir neituðu aðild að málinu við þingfestingu þess á dögunum. Þeirra á meðal karlmaður sem ók Angjelin í Rauðagerði og með hann á brott í kjölfarið. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Endurtekið fengið bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem lýst hefur verið sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur þó aðeins einu sinni fengið fangelsisdóm í þyngri kantinum og oftar en einu sinni sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til dóma. Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs kom fram að Anton Kristinn var um tíma uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókninni var rætt við fjölmarga rannsóknarlögreglumenn og settu sumir stórt spurningamerki við hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Efuðust þeir um heilindi lögreglufulltrúans. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu þó ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður og fékk lögreglufulltrúinn miskabætur frá ríkinu. Kókaín og rafstuðbyssur Það var mánudaginn 11. mars árið 2019 sem lögregla mætti á heimili Antons Kristins í Frjóakri í Garðabæ. Allir fimm voru á heimili Antons Kristins að því er segir í ákærunni. Anton og annar karlmaður eru ákærðir fyrir vopnalagabrot en lögregla fann og lagði hald á þrjár rafstuðbyssur á heimilinu. Þá er Anton ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa 0,73 grömm af kókaíni sem þeir voru að neyta þegar lögregla mætti í húsleitina, að því er segir í ákæru. Þá eru Anton og 44 ára karlmaður ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 34 grömm af kókaíni og rúmt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Steinbergur segir að 44 ára karlmaðurinn hafi þegar játað að hafa átt grömmin 34 af kókaíni. Stærstan hluta málsins hafi aðrir játað. Anton Kristinn neiti sök í því litla sem eftir standi. Húsið í Hauganesi á Arnarnesinu sem Anton Kristinn er með í byggingu.Vísir/Vilhelm Anton Kristinn er fluttur úr Frjóakri en hann seldi húsið, sem er 700 fermetrar, fyrir 360 milljónir króna. Hann fer þó ekki langt en hann er með einbýlishús á Arnarnesinu í byggingu. Lögreglumál Morð í Rauðagerði Dómsmál Garðabær Fíkniefnabrot Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns Antons Kristins. Niðurfellingarbréf hafi borist frá lögreglu til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. „Ég er að undirbúa bótamál gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa lengi haft upplýsingar um að Anton Kristinn tengdist morðinu ekkert. Það hafi legið fyrir þegar blásið var til fréttamannafundar vegna málsins. Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa ráðið Armando Beqirai bana þann 13. febrúar og raunar lagt áherslu á að hann hafi verið einn að verki. Þrír aðrir eru ákærðir en þeir neituðu aðild að málinu við þingfestingu þess á dögunum. Þeirra á meðal karlmaður sem ók Angjelin í Rauðagerði og með hann á brott í kjölfarið. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Endurtekið fengið bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem lýst hefur verið sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur þó aðeins einu sinni fengið fangelsisdóm í þyngri kantinum og oftar en einu sinni sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til dóma. Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs kom fram að Anton Kristinn var um tíma uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókninni var rætt við fjölmarga rannsóknarlögreglumenn og settu sumir stórt spurningamerki við hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Efuðust þeir um heilindi lögreglufulltrúans. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu þó ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður og fékk lögreglufulltrúinn miskabætur frá ríkinu. Kókaín og rafstuðbyssur Það var mánudaginn 11. mars árið 2019 sem lögregla mætti á heimili Antons Kristins í Frjóakri í Garðabæ. Allir fimm voru á heimili Antons Kristins að því er segir í ákærunni. Anton og annar karlmaður eru ákærðir fyrir vopnalagabrot en lögregla fann og lagði hald á þrjár rafstuðbyssur á heimilinu. Þá er Anton ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa 0,73 grömm af kókaíni sem þeir voru að neyta þegar lögregla mætti í húsleitina, að því er segir í ákæru. Þá eru Anton og 44 ára karlmaður ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 34 grömm af kókaíni og rúmt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Steinbergur segir að 44 ára karlmaðurinn hafi þegar játað að hafa átt grömmin 34 af kókaíni. Stærstan hluta málsins hafi aðrir játað. Anton Kristinn neiti sök í því litla sem eftir standi. Húsið í Hauganesi á Arnarnesinu sem Anton Kristinn er með í byggingu.Vísir/Vilhelm Anton Kristinn er fluttur úr Frjóakri en hann seldi húsið, sem er 700 fermetrar, fyrir 360 milljónir króna. Hann fer þó ekki langt en hann er með einbýlishús á Arnarnesinu í byggingu.
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Dómsmál Garðabær Fíkniefnabrot Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira