Heilbrigðisráðherra. Nú er mál að linni Halldór Víglundsson skrifar 11. júní 2021 07:00 Nú þessa dagana eru rétt um tuttugu ár sem ég hef unnið í heilbrigðiskerfinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að ég byrjaði mitt starf sem sjúkraþjálfari úti á landi, fékk ég tækifæri til að hitta heilbrigðisráðherra. Tilefnið var að ég og kollegi minn höfðum fengið fund með honum til að ræða stuðning við þverfaglegt verkefni í endurhæfingarþjónustu við offitusjúklinga. Grípa inn í og ná fleiru af þessu fólki áður en það var orðið enn þyngra með enn fleiri vandamál. Frumkvöðlaverkefni í nærumhverfi skjólstæðinganna. Ódýrt? Já. Það var ljóst að offituvandamál voru vaxandi til muna á Íslandi líkt og hjá öðrum þjóðum með svipað samfélagsform og lifnaðarhætti sem við berum okkur eðlilega saman við. Traustur rannsóknagrunnur lá til grundvallar og innihélt horfur og spár um vaxandi vandamál ásamt afgerandi áhættuþáttum fyrir frekari heilsufarsvandamál. Í stuttu máli sagt hittum við ráðherra og aðstoðarmann hans sem var og er heilbrigðismenntaður. Ráðherra fannst að sögn áhugavert að hitta okkur en viðraði hvort það væri nú ekki nóg að Gaui Litli sæi um þessi mál hér heima. Ljóslifandi í minningunni horfði ég á kollega minn, heilbrigðisráðherra og síðan aðstoðarmann hans og velti fyrir mér hvort um grín væri að ræða en það voru lítil merki um það. Enginn varð stuðningurinn. Með annars gott einstaklingsframtak Gauja Litla í huga á litlum skala man ég vel að ég sá eftir að hafa tekið frí þennan dag frá vinnu til þessa fundar. Á þessum tíma voru um 12% Íslendinga með offituvandamál. Um 15 árum síðar voru þau orðin tæp 30%. Já, árið 2017 vorum við Íslendingar með hæsta offituhlutfall ESB þjóða að viðbættum Noregi. Áhættuþættir og afleidd vandamál með tuga milljarða kostnaði á hverju ári fyrir ríkissjóð og samfélagið. Að bregðast við eða ekki að bregðast við fyrirséðri þróun! Er traustið til staðar? Verðskuldar heilbrigðisráherra traust til ákvarðanatöku fyrir samfélagið? Reynsla og upplifun á kerfinu sem ég hef unnið lengi í hafa gefið til kynna að það er ekki góð reynsla af því. Hafa faglegir aðstoðarmenn þeirra þungt vægi? Ekki er það áberandi en ætti fyrir mitt leyti að vera víðtæk fagleg ráðgjöf á öllum tímum. Breytt svið af vel uppfærðu heilbrigðisfagfólki sem þarf ávallt að vera í sama skrefinu og þróunin á stærstu þáttum sem hafa áhrif á heilsufar og lýðheilsuþætti okkar sem heild. Fagmennska í góðu hlutfalli yfir pólitík í áherslum til lengri tíma skiptir höfuðmáli þegar kemur að stefnumótun og uppbyggingu þessa kerfis fram á veginn. Erfiður rekstrarkostnaður vegur þar eðli málsins samkvæmt á móti með síðan væntanlega kjörjafnvægi á kerfinu. Sannarleg gæðastýring og eftirlitsskylda er grunnforsenda kerfisstjórnenda til að tryggja skilvísa og hagkvæma þjónustu og kemur í veg fyrir ofnotkun á henni. Margaret Thatcher var þessum áherslum sammála fyrir margt löngu síðan og hefur það haldið ágætlega hjá grönnum okkar Bretum eftir því sem ég best veit. Nú er aðalverkefnið að moka okkur upp úr þeim skurði sem heilbrigðiskerfið er komið langt ofan í. Sagan endalausa að ná í hælana á ofvöxnum vandamálum Annað ljóslifandi dæmi um fyrirséða þróun líkt og vöxt offituvandamáls hér er gríðarleg fjölgun í eldri aldurshópum Íslendinga. Þetta hefur augljóslega verið tíðrætt nú og mörg síðustu ár en stóru lausnirnar ekki á radar. Frekar er endalaus kostnaðarsöm plástrun sem kaupir ekki einu sinni stundarfrið. Í grein sem ég skrifaði í Sjúkraþjálfarann, félagsblað minnar stéttar, árið 2013, fyrir 8 árum síðan, fór ég yfir þróun fjölgunar í aldurshópum á Íslandi sem byggð var á skýrslu sem unnin var fyrir HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ af Háskóla Íslands ÁRIÐ 2002 líklega. Ég var semsagt EKKI að kynna ný vísindi. Sú skýrsla sýndi fram á mikið aukinn fjölda aldurshóps 67-85 ára fólks á næstu áratugum og ennfrekari hlutfallslega fjögun aldurshóps 85 ára og eldri. Það merkilega við skoðun raunþróunar árið 2013 var að hún stóðst eiginlega upp á hundruði í þeirri fjölgun sem hafði átt sér stað hér á landi líkt og víða í kringum okkur. Að ofan er ritað HVENÆR skýrslan var gerð og fyrir HVERN. Hvað margir ráðherrar segirðu? Nú eru ef mér reiknast rétt um einn tugur heilbrigðisráðherra búnir að handfjatla þessi völd hér á Íslandi síðan við fórum á ofannefndan fund fyrir tæpum tuttug árum. Stjórn á vandmeðförnu kerfi líkt og þessu sem sumum finnst bara vera kostnaðarhít. Það er langt í frá öfundsvert að reyna að láta þetta kerfi ná endum saman og skammta fjármagni með hámarksgagni. Grunnvandamálin hafa fengið að krauma á annan tug ára en líklega að þróast í veldisvöxt síðustu misseri vegna máttlausra mótvægisaðgerða. Núverandi ráðherra hefur alls ekki náð að höndla vaxandi verkefnið. Sá sem tekur það að sér gerir það hinsvegar væntanlega sjálfviljugur og það þýðir ekkert að gera það bara með vinstri. Það verður að taka Grettistak um flæðivandann í kerfinu. Hjúkrunarheimilisrými ein og sér líkt og ráðherra hefur upphrópað geta ekki virkað ein til úrlausnar um alla framtíð. Það er alveg rétt og eins gott að það sé uppi á borðum sem og í framkvæmd að önnur stoðþjónusta þarf einnig mikinn hlut til sjálfbærni eldri borgara heimavið. Hinsvegar er það svo, líkt og síðustu misseri, að við erum löngu dottin aftur af merinni með framboð á nauðsynlegum hjúkrunarrýmum og uppfærslu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila landsins. Það þarf verulega afréttingu í þessum þáttum og að minnsta kosti nokkur hundruð rými í gær til að rétta okkur af. Við höfum ekki efni á að hafa ekki efni á því. Og já, það er ljóst að fjárlög ársins gera sannarlega ekki ráð fyrir því en plástarnir verða dýrir líka eins og áður en gagnlitlir eins og reynslan sýnir. Fjármálaráðherra sem ég tel vel meðvitaðan um frekari þyngsli fram undan á rekstri þjóðfélagsins vegna færri þegna sem skila þjóðartekjum verður líka að kosta losun fjötrana sem við erum í. Það er raunveruleg framtíðarsýn. Umfram efni Á meðan borga kerfisstjórnendur og við sem vinnum fyrir því sennilega í kringum 3 milljarða á ári í umframkostnað fyrir vist eldra fólks sem er útskriftarklárt á LSH. Þessi fjöldi hefur verið í kringum 150 manns nýlega og þó er ekki langt síðan var tekinn holskefla í að taka fjöldann niður við byrjun Covid faraldurs. Við erum að tala um bráðasjúkrahús landsmanna. Það er einfaldlega galið í ljósi þeirra afleiðinga sem það hefur fyrir alla hlutaðeigandi. Þetta fólk ætti með réttu að vera í helmingi ódýrara og ekki síður viðeigandi stað til umönnunnar og hjúkrunar. Þarna er ég að gefa mér að hjúkrunarheimilispláss sé u.þ.b. helmingi ódýrara en bráðaplássin sem eru vissulega misdýr á LSH. Þarna kristallast frumforsendur flæðivandans og þessir 3 milljarðar á ári einungis hátoppur ísjakans í afleiddum endalausum kostnaði af þessum forsendubresti. Viðeigandi úrræði fyrir fólk sem er klárt í útskrift frá bráðasjúkrahúsum landsins. Flæðivandi á bráðasjúkrahúsum er hin fullkomna og endalausa kostnaðarhít. Talandi um að tæma ríkissjóð. Langtímastefna sem er langt yfir kjörtímabil hafin Það sem ég verð áfram að benda á er hversu mikilvægt er að halda stefnu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma í takt við þróun vandamála og áskoranna sem eru þættir sem eru FYRIRSÉÐIR að stærstu meginþáttum til tuga ára. Það er gjörsamlega óþolandi að vinna í kerfi sem hefur pólitískar áherslubreytingar í hvert af þeim allt of mörgu skiptum sem ráðherraskipti verða í þessu ráðuneyti. Það er svo nú að mínu mati að núverandi heilbrigðisráðherra hefur í æ meira mæli vikið út af málefnalegum útlistunum og rökræðu fyrir hinum ýmsu óásættanlegum ráðstöfunum sem hún hefur útfært í mínum geira að minnsta kosti. Ég skal viðurkenna að ég er að fikra mig í þá átt að reyna að læra rétta tungumálið sem getur hreyft við ráðherra heilbrigðismála því málefnaleg og gagnrýnin umræða hefur ekkert hreyft við ótrúlegri staðfestu til verri vegar í ákvörðunum að mínu áliti. Það má Guð vita líkt og þeir sem mig þekkja að ég er ekki pólitískur að upplagi og það er því ekki ástæða þess að ég er að hafa mig í frammi með þessi mál. Pólitík varðar hinsvegar mig líkt og alla landsmenn í okkar lýðveldisríki, ekki síst þegar ákveðin gildi og hugmyndafræði sem stenst ekki skoðun getur valdið miklum skaða af hálfu þess sem valdið hefur. Í þessu tuga ára samhengi með nú ofvaxin vandamál er nú pínlegt að horfa á rekstur heilbrigðiskerfisins okkar og fyrirhyggjuleysi varðandi löngu fyrirséða þróun. Það þarf ekkert að fara í gegnum marga kennsluáfanga í sögu til að átta sig á að minni og stærri kreppur koma og fara og sama á við um heimsfaraldra sem geta gefið stór högg á þjóðarskútuna. Það er hreinlega ekki hægt að nota þessar lægðir sem afsökun fyrir löngu þróuðum kerfisvandamálum. Síðasti heimsfaraldur hefur vissulega að auki gefið okkur kjaftshögg varðandi hvað við höfum talið okkur þróuð og ósnertanleg með alla okkar ætluðu háþróun á öllum sviðum. Stóra bókhaldið og þjóðarbúsreksturinn Að gera ekki ráð fyrir niðursveiflum reglulega við rekstur heils þjóðfélags er líkt og að reka þungt heimili með viðeigandi rekstrarbókhaldi og stóla á það að heimilisbíllinn geti ekki bilað með tilheyrandi kostnaði. Myndlíking þessi sem ég vona að fólk geti mátað er sú að heilbrigðisráðherra og ríkissjóður er alltaf að leigja sér bíl dag frá degi af því að hann telur að hann hafi síður efni á að gera við heimilisbílinn. Mótsögnin er stórkostlega augljós en er einmitt staðan í rekstri heilbrigðiskerfisins síðustu misseri, í dag og áfram veginn með sömu áherslum. Eins og áður segir. Við höfum ekki efni á að hafa ekki efni á að skipta um fúastoðir heilbrigðiskerfisins. Þessi stefna í framkvæmd nú síðustu misseri má ekki fá frekari framgang og ég biðla til þess ráðherra reyni allt til að taka skynsamlegar ákvarðanir nú á lokametrunum í sínu stóra hlutverki. Ég verð síðan fljótlega að fá að fylgja eftir þessum greinaskrifum með sértækari nálgun á fyrirséðu hruni forvarnar,- og endurhæfingarstarfs í nærumhverfi skjólstæðinga á mínum starfsvettvangi í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þessa dagana eru rétt um tuttugu ár sem ég hef unnið í heilbrigðiskerfinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að ég byrjaði mitt starf sem sjúkraþjálfari úti á landi, fékk ég tækifæri til að hitta heilbrigðisráðherra. Tilefnið var að ég og kollegi minn höfðum fengið fund með honum til að ræða stuðning við þverfaglegt verkefni í endurhæfingarþjónustu við offitusjúklinga. Grípa inn í og ná fleiru af þessu fólki áður en það var orðið enn þyngra með enn fleiri vandamál. Frumkvöðlaverkefni í nærumhverfi skjólstæðinganna. Ódýrt? Já. Það var ljóst að offituvandamál voru vaxandi til muna á Íslandi líkt og hjá öðrum þjóðum með svipað samfélagsform og lifnaðarhætti sem við berum okkur eðlilega saman við. Traustur rannsóknagrunnur lá til grundvallar og innihélt horfur og spár um vaxandi vandamál ásamt afgerandi áhættuþáttum fyrir frekari heilsufarsvandamál. Í stuttu máli sagt hittum við ráðherra og aðstoðarmann hans sem var og er heilbrigðismenntaður. Ráðherra fannst að sögn áhugavert að hitta okkur en viðraði hvort það væri nú ekki nóg að Gaui Litli sæi um þessi mál hér heima. Ljóslifandi í minningunni horfði ég á kollega minn, heilbrigðisráðherra og síðan aðstoðarmann hans og velti fyrir mér hvort um grín væri að ræða en það voru lítil merki um það. Enginn varð stuðningurinn. Með annars gott einstaklingsframtak Gauja Litla í huga á litlum skala man ég vel að ég sá eftir að hafa tekið frí þennan dag frá vinnu til þessa fundar. Á þessum tíma voru um 12% Íslendinga með offituvandamál. Um 15 árum síðar voru þau orðin tæp 30%. Já, árið 2017 vorum við Íslendingar með hæsta offituhlutfall ESB þjóða að viðbættum Noregi. Áhættuþættir og afleidd vandamál með tuga milljarða kostnaði á hverju ári fyrir ríkissjóð og samfélagið. Að bregðast við eða ekki að bregðast við fyrirséðri þróun! Er traustið til staðar? Verðskuldar heilbrigðisráherra traust til ákvarðanatöku fyrir samfélagið? Reynsla og upplifun á kerfinu sem ég hef unnið lengi í hafa gefið til kynna að það er ekki góð reynsla af því. Hafa faglegir aðstoðarmenn þeirra þungt vægi? Ekki er það áberandi en ætti fyrir mitt leyti að vera víðtæk fagleg ráðgjöf á öllum tímum. Breytt svið af vel uppfærðu heilbrigðisfagfólki sem þarf ávallt að vera í sama skrefinu og þróunin á stærstu þáttum sem hafa áhrif á heilsufar og lýðheilsuþætti okkar sem heild. Fagmennska í góðu hlutfalli yfir pólitík í áherslum til lengri tíma skiptir höfuðmáli þegar kemur að stefnumótun og uppbyggingu þessa kerfis fram á veginn. Erfiður rekstrarkostnaður vegur þar eðli málsins samkvæmt á móti með síðan væntanlega kjörjafnvægi á kerfinu. Sannarleg gæðastýring og eftirlitsskylda er grunnforsenda kerfisstjórnenda til að tryggja skilvísa og hagkvæma þjónustu og kemur í veg fyrir ofnotkun á henni. Margaret Thatcher var þessum áherslum sammála fyrir margt löngu síðan og hefur það haldið ágætlega hjá grönnum okkar Bretum eftir því sem ég best veit. Nú er aðalverkefnið að moka okkur upp úr þeim skurði sem heilbrigðiskerfið er komið langt ofan í. Sagan endalausa að ná í hælana á ofvöxnum vandamálum Annað ljóslifandi dæmi um fyrirséða þróun líkt og vöxt offituvandamáls hér er gríðarleg fjölgun í eldri aldurshópum Íslendinga. Þetta hefur augljóslega verið tíðrætt nú og mörg síðustu ár en stóru lausnirnar ekki á radar. Frekar er endalaus kostnaðarsöm plástrun sem kaupir ekki einu sinni stundarfrið. Í grein sem ég skrifaði í Sjúkraþjálfarann, félagsblað minnar stéttar, árið 2013, fyrir 8 árum síðan, fór ég yfir þróun fjölgunar í aldurshópum á Íslandi sem byggð var á skýrslu sem unnin var fyrir HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ af Háskóla Íslands ÁRIÐ 2002 líklega. Ég var semsagt EKKI að kynna ný vísindi. Sú skýrsla sýndi fram á mikið aukinn fjölda aldurshóps 67-85 ára fólks á næstu áratugum og ennfrekari hlutfallslega fjögun aldurshóps 85 ára og eldri. Það merkilega við skoðun raunþróunar árið 2013 var að hún stóðst eiginlega upp á hundruði í þeirri fjölgun sem hafði átt sér stað hér á landi líkt og víða í kringum okkur. Að ofan er ritað HVENÆR skýrslan var gerð og fyrir HVERN. Hvað margir ráðherrar segirðu? Nú eru ef mér reiknast rétt um einn tugur heilbrigðisráðherra búnir að handfjatla þessi völd hér á Íslandi síðan við fórum á ofannefndan fund fyrir tæpum tuttug árum. Stjórn á vandmeðförnu kerfi líkt og þessu sem sumum finnst bara vera kostnaðarhít. Það er langt í frá öfundsvert að reyna að láta þetta kerfi ná endum saman og skammta fjármagni með hámarksgagni. Grunnvandamálin hafa fengið að krauma á annan tug ára en líklega að þróast í veldisvöxt síðustu misseri vegna máttlausra mótvægisaðgerða. Núverandi ráðherra hefur alls ekki náð að höndla vaxandi verkefnið. Sá sem tekur það að sér gerir það hinsvegar væntanlega sjálfviljugur og það þýðir ekkert að gera það bara með vinstri. Það verður að taka Grettistak um flæðivandann í kerfinu. Hjúkrunarheimilisrými ein og sér líkt og ráðherra hefur upphrópað geta ekki virkað ein til úrlausnar um alla framtíð. Það er alveg rétt og eins gott að það sé uppi á borðum sem og í framkvæmd að önnur stoðþjónusta þarf einnig mikinn hlut til sjálfbærni eldri borgara heimavið. Hinsvegar er það svo, líkt og síðustu misseri, að við erum löngu dottin aftur af merinni með framboð á nauðsynlegum hjúkrunarrýmum og uppfærslu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila landsins. Það þarf verulega afréttingu í þessum þáttum og að minnsta kosti nokkur hundruð rými í gær til að rétta okkur af. Við höfum ekki efni á að hafa ekki efni á því. Og já, það er ljóst að fjárlög ársins gera sannarlega ekki ráð fyrir því en plástarnir verða dýrir líka eins og áður en gagnlitlir eins og reynslan sýnir. Fjármálaráðherra sem ég tel vel meðvitaðan um frekari þyngsli fram undan á rekstri þjóðfélagsins vegna færri þegna sem skila þjóðartekjum verður líka að kosta losun fjötrana sem við erum í. Það er raunveruleg framtíðarsýn. Umfram efni Á meðan borga kerfisstjórnendur og við sem vinnum fyrir því sennilega í kringum 3 milljarða á ári í umframkostnað fyrir vist eldra fólks sem er útskriftarklárt á LSH. Þessi fjöldi hefur verið í kringum 150 manns nýlega og þó er ekki langt síðan var tekinn holskefla í að taka fjöldann niður við byrjun Covid faraldurs. Við erum að tala um bráðasjúkrahús landsmanna. Það er einfaldlega galið í ljósi þeirra afleiðinga sem það hefur fyrir alla hlutaðeigandi. Þetta fólk ætti með réttu að vera í helmingi ódýrara og ekki síður viðeigandi stað til umönnunnar og hjúkrunar. Þarna er ég að gefa mér að hjúkrunarheimilispláss sé u.þ.b. helmingi ódýrara en bráðaplássin sem eru vissulega misdýr á LSH. Þarna kristallast frumforsendur flæðivandans og þessir 3 milljarðar á ári einungis hátoppur ísjakans í afleiddum endalausum kostnaði af þessum forsendubresti. Viðeigandi úrræði fyrir fólk sem er klárt í útskrift frá bráðasjúkrahúsum landsins. Flæðivandi á bráðasjúkrahúsum er hin fullkomna og endalausa kostnaðarhít. Talandi um að tæma ríkissjóð. Langtímastefna sem er langt yfir kjörtímabil hafin Það sem ég verð áfram að benda á er hversu mikilvægt er að halda stefnu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma í takt við þróun vandamála og áskoranna sem eru þættir sem eru FYRIRSÉÐIR að stærstu meginþáttum til tuga ára. Það er gjörsamlega óþolandi að vinna í kerfi sem hefur pólitískar áherslubreytingar í hvert af þeim allt of mörgu skiptum sem ráðherraskipti verða í þessu ráðuneyti. Það er svo nú að mínu mati að núverandi heilbrigðisráðherra hefur í æ meira mæli vikið út af málefnalegum útlistunum og rökræðu fyrir hinum ýmsu óásættanlegum ráðstöfunum sem hún hefur útfært í mínum geira að minnsta kosti. Ég skal viðurkenna að ég er að fikra mig í þá átt að reyna að læra rétta tungumálið sem getur hreyft við ráðherra heilbrigðismála því málefnaleg og gagnrýnin umræða hefur ekkert hreyft við ótrúlegri staðfestu til verri vegar í ákvörðunum að mínu áliti. Það má Guð vita líkt og þeir sem mig þekkja að ég er ekki pólitískur að upplagi og það er því ekki ástæða þess að ég er að hafa mig í frammi með þessi mál. Pólitík varðar hinsvegar mig líkt og alla landsmenn í okkar lýðveldisríki, ekki síst þegar ákveðin gildi og hugmyndafræði sem stenst ekki skoðun getur valdið miklum skaða af hálfu þess sem valdið hefur. Í þessu tuga ára samhengi með nú ofvaxin vandamál er nú pínlegt að horfa á rekstur heilbrigðiskerfisins okkar og fyrirhyggjuleysi varðandi löngu fyrirséða þróun. Það þarf ekkert að fara í gegnum marga kennsluáfanga í sögu til að átta sig á að minni og stærri kreppur koma og fara og sama á við um heimsfaraldra sem geta gefið stór högg á þjóðarskútuna. Það er hreinlega ekki hægt að nota þessar lægðir sem afsökun fyrir löngu þróuðum kerfisvandamálum. Síðasti heimsfaraldur hefur vissulega að auki gefið okkur kjaftshögg varðandi hvað við höfum talið okkur þróuð og ósnertanleg með alla okkar ætluðu háþróun á öllum sviðum. Stóra bókhaldið og þjóðarbúsreksturinn Að gera ekki ráð fyrir niðursveiflum reglulega við rekstur heils þjóðfélags er líkt og að reka þungt heimili með viðeigandi rekstrarbókhaldi og stóla á það að heimilisbíllinn geti ekki bilað með tilheyrandi kostnaði. Myndlíking þessi sem ég vona að fólk geti mátað er sú að heilbrigðisráðherra og ríkissjóður er alltaf að leigja sér bíl dag frá degi af því að hann telur að hann hafi síður efni á að gera við heimilisbílinn. Mótsögnin er stórkostlega augljós en er einmitt staðan í rekstri heilbrigðiskerfisins síðustu misseri, í dag og áfram veginn með sömu áherslum. Eins og áður segir. Við höfum ekki efni á að hafa ekki efni á að skipta um fúastoðir heilbrigðiskerfisins. Þessi stefna í framkvæmd nú síðustu misseri má ekki fá frekari framgang og ég biðla til þess ráðherra reyni allt til að taka skynsamlegar ákvarðanir nú á lokametrunum í sínu stóra hlutverki. Ég verð síðan fljótlega að fá að fylgja eftir þessum greinaskrifum með sértækari nálgun á fyrirséðu hruni forvarnar,- og endurhæfingarstarfs í nærumhverfi skjólstæðinga á mínum starfsvettvangi í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun