Fasteignamarkaður fjármagnseigenda Eiður Stefánsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun