Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 12:43 Jeffrey Ross Gunter sagði af sér sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi eftir að Donald Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember. Eftirmaður hans hefur enn ekki verið tilnefndur. Twitter bandaríska sendiráðsins Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni. Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46