Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júní 2021 08:01 Tojo í fullum skrúða fyrir utan japanska þingið. AP/Charles Gorry Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku. Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira