Bíó og sjónvarp

Net­verjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosa­lega að kaupa Land Rover allt í einu“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.
Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum. Lilja Jónsdóttir/Netflix

Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda.

Þættirnir hafa fengið blönduð viðbrögð meðal gagnrýnenda. Erlendir kvikmyndagagnrýnendur hafa bæði lofað þættina en flestir hafa varað við því að hámhorfa á þá, enda er um vísindaskáldskapshrylling að ræða og ekki fyrir hvern sem er að horfa á seríuna alla í einu.

Netverjar virðast hins vegar hafa tekið mun betur í þættina. Tryggvi Már Gunnarsson segir þættina til dæmis vekja upp minningar um Landróvera og eldgos.

Páll Ragnar Pálsson segir þættina vekja upp minningar um fortíðina. 

Einhverjir grínast með eldstöðina í Geldingadölum. 

Sturtuleysi vekur upp spurningar.

Þættirnir vekja upp óhug hjá mörgum. 

Margir eru ánægðir með landkynninguna.

Þessi dáist að stórleik Hlyns Harðarsonar, sem fer með hlutverk Mikaels. 

Einhverjir sammála um að ekki eigi að hámhorfa á Kötlu. 

Og margir eru ósammála því.


Tengdar fréttir

„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“

„Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.