Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2021 14:27 Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áberandi í fjölmiðla- og viðskiptalífinu undanfarna áratugi. Vísir/Friðrik Þór Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni. Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira
Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira