Hundruð fá bætur fyrir umferðarslys þrátt fyrir lítið sem ekkert fjártjón Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 19:15 Guðmundur Sigurðsson, prófessor í Háskólanum í Reykjavíkur, segir að staðan sé óeðlileg. visir/egill Á hverju ári eru ríflega fimm milljarðar króna greiddir út í bætur vegna minniháttar líkamstjóna af völdum ökutækja - þrátt fyrir að fólk hafi orðið fyrir litlu sem engu fjártjóni, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Tryggingar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur.
Tryggingar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira