Fyrsti NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 07:30 Carl Nassib hefur leikið með Las Vegas Raiders síðan í fyrra. getty/Ethan Miller Carl Nassib, leikmaður Las Vegas Raiders, kom út úr skápnum í gær. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira