Lokuðu tugum íranskra vefsíðna sem eru sakaðar um upplýsingafals Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 22:35 Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans. Heimsveldin reyna nú að hefja viðræður um að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015. AP/Vahid Salemi Bandarísk yfirvöld lokuðu tugum fréttavefsíðna sem tengjast írönskum stjórnvöldum sem þau saka um að dreifa fölskum upplýsingum. Á meðal þeirra voru vefsíður sjónvarpsfréttastöðvar Húta í Jemen og vefmiðils herskárra Palestínumanna. AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær. Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær.
Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira