Ásgeir var hættur að hugsa um ÓL: „Tólf prósent líkur á að barnið fæðist á meðan ég er úti“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 12:00 Ásgeir Sigurgeirsson er á leiðinni á sína aðra Ólympíuleika. mynd/isi.is „Ég var hættur að hugsa um þetta og farinn að draga saman seglin í æfingum. Núna fer ég bara að æfa og bíð spenntur eftir því að komast út,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson sem er á leið á sjálfa Ólympíuleikana í Tókýó í næsta mánuði. Ásgeir verður með í keppni í loftskammbyssu en hann varð í 14. sæti í þeirri grein á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hann missti afar naumlega af sæti á leikunum í Ríó 2016. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur nánast ekkert verið um alþjóðleg mót í skotfimi síðustu 16 mánuði. Ásgeir hafði því ekki haft tækifæri til að vinna sig upp heimslistann, þar sem hann er í 63. sæti. Alþjóða skotíþróttasambandið var svo raunar búið að úthluta hinum svokölluðu „kvótasætum“, sem fara til þjóða sem ekki hafa náð keppanda inn á leikana í gegnum undankeppni eða stöðu á heimslista. Möguleiki Ásgeirs á að komast til Tókýó virtist því úr sögunni. Í gær fékk hann hins vegar endanlega staðfestingu á því að hann kæmist á leikana með því að fá slíkt sæti: „Ég er auðvitað bara mjög spenntur og glaður að fá þetta boð, en maður var hættur að búast við því,“ segir Ásgeir og viðurkennir að hann viti ekki alveg hvernig á því standi að hann hafi fengið boð á leikana: „Eins og ég skil þetta samt þá skilaði einhver þjóð inn sínu kvótaplássi til alþjóða skotíþróttasambandsins. Það lét svo íslenska skotíþróttasambandið vita að við hefðum fengið plássið.“ Vill komast heim sem fyrst eftir keppni Setningarhátíð Ólympíuleikanna er 23. júlí og degi síðar keppir Ásgeir. Vegna kórónuveirufaraldursins má hann ekki dvelja í ólympíuþorpinu alla leikana heldur aðeins í örfáa daga eftir að hann lýkur keppni: „Skotfimi er yfirleitt alltaf fyrsta greinin sem fer af stað. Ég mun því líklega fljúga út 17. júlí eða þar um bil, svo ég hafi smátíma til að jafna mig á tímamismuninum, og svo keppi ég bara og kem heim. Þetta eru svolítið öðruvísi leikar út af Covid, og maður eyðir ekki óþarflega löngum tíma þarna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Sigurgeirsson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.mynd/isi.is „Ég er líka með ólétta konu heima og vil þess vegna komast heim sem fyrst,“ segir Ásgeir sem ásamt konu sinni, Erlu Sturludóttur, á von á barni 7. ágúst. Fyrir eiga þau tveggja ára gamlan son. „Konan mín er tölfræðingur og hún er búin að reikna út að það séu tólf prósent líkur á því að barnið fæðist á meðan ég er úti. Við verðum bara að vona það besta,“ bætir hann við í léttum tóni. Verður síðasta mótið mitt Eins og fyrr segir stóð Ásgeir sig vel á Ólympíuleikunum í London og hann hefur um langt árabil verið fremsti skotíþróttamaður landsins. Leikarnir í Tókýó marka hins vegar sennilega lok ferils hans sem afreksíþróttamaður: „Þetta verður síðasta mótið mitt, jafnvel bara á ferlinum. Þegar maður er kominn með fjölskyldu þá breytist forgangsröðunin og mig langar að vera heima og hafa meiri tíma með krökkunum mínum,“ segir Ásgeir, sem vonandi tekur með sér ekki síður góðar minningar frá Tókýó en London: „Ég á mjög góðar minningar frá London. Þetta voru frábærir leikar að öllu leyti. Það var frábært fólk með manni og leikarnir voru mjög vel heppnaðir. Leikarnir í Tókýó verða auðvitað talsvert öðruvísi út af Covid. Vegna Covid þá eru ekki búin að vera nein stórmót þannig að maður hefur ekki fengið neina keppnisreynslu undanfarið. Það var eitt mót í maí, sem ég komst ekki á út af persónulegum ástæðum, en fyrir utan það hefur ekkert verið í gangi frá því áður en faraldurinn hófst,“ segir Ásgeir sem mun ekki keppa á móti fram að leikunum en æfa sig hér heima. Ásgeir er annar íslenski íþróttamaðurinn sem fær farseðil til Tókýó en hinn er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Fleiri munu bætast í hópinn en þó má búast við því að íslenskir keppendur verði ekki fleiri en fimm. „Þetta verður þá bara fámennur en góður hópur. Það verður þá enginn þarna til að vekja mann með hrotum og maður fær frið til að sofa,“ segir ólympíufarinn Ásgeir léttur í bragði. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Tengdar fréttir Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. 23. júní 2021 09:46 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Ásgeir verður með í keppni í loftskammbyssu en hann varð í 14. sæti í þeirri grein á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hann missti afar naumlega af sæti á leikunum í Ríó 2016. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur nánast ekkert verið um alþjóðleg mót í skotfimi síðustu 16 mánuði. Ásgeir hafði því ekki haft tækifæri til að vinna sig upp heimslistann, þar sem hann er í 63. sæti. Alþjóða skotíþróttasambandið var svo raunar búið að úthluta hinum svokölluðu „kvótasætum“, sem fara til þjóða sem ekki hafa náð keppanda inn á leikana í gegnum undankeppni eða stöðu á heimslista. Möguleiki Ásgeirs á að komast til Tókýó virtist því úr sögunni. Í gær fékk hann hins vegar endanlega staðfestingu á því að hann kæmist á leikana með því að fá slíkt sæti: „Ég er auðvitað bara mjög spenntur og glaður að fá þetta boð, en maður var hættur að búast við því,“ segir Ásgeir og viðurkennir að hann viti ekki alveg hvernig á því standi að hann hafi fengið boð á leikana: „Eins og ég skil þetta samt þá skilaði einhver þjóð inn sínu kvótaplássi til alþjóða skotíþróttasambandsins. Það lét svo íslenska skotíþróttasambandið vita að við hefðum fengið plássið.“ Vill komast heim sem fyrst eftir keppni Setningarhátíð Ólympíuleikanna er 23. júlí og degi síðar keppir Ásgeir. Vegna kórónuveirufaraldursins má hann ekki dvelja í ólympíuþorpinu alla leikana heldur aðeins í örfáa daga eftir að hann lýkur keppni: „Skotfimi er yfirleitt alltaf fyrsta greinin sem fer af stað. Ég mun því líklega fljúga út 17. júlí eða þar um bil, svo ég hafi smátíma til að jafna mig á tímamismuninum, og svo keppi ég bara og kem heim. Þetta eru svolítið öðruvísi leikar út af Covid, og maður eyðir ekki óþarflega löngum tíma þarna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Sigurgeirsson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.mynd/isi.is „Ég er líka með ólétta konu heima og vil þess vegna komast heim sem fyrst,“ segir Ásgeir sem ásamt konu sinni, Erlu Sturludóttur, á von á barni 7. ágúst. Fyrir eiga þau tveggja ára gamlan son. „Konan mín er tölfræðingur og hún er búin að reikna út að það séu tólf prósent líkur á því að barnið fæðist á meðan ég er úti. Við verðum bara að vona það besta,“ bætir hann við í léttum tóni. Verður síðasta mótið mitt Eins og fyrr segir stóð Ásgeir sig vel á Ólympíuleikunum í London og hann hefur um langt árabil verið fremsti skotíþróttamaður landsins. Leikarnir í Tókýó marka hins vegar sennilega lok ferils hans sem afreksíþróttamaður: „Þetta verður síðasta mótið mitt, jafnvel bara á ferlinum. Þegar maður er kominn með fjölskyldu þá breytist forgangsröðunin og mig langar að vera heima og hafa meiri tíma með krökkunum mínum,“ segir Ásgeir, sem vonandi tekur með sér ekki síður góðar minningar frá Tókýó en London: „Ég á mjög góðar minningar frá London. Þetta voru frábærir leikar að öllu leyti. Það var frábært fólk með manni og leikarnir voru mjög vel heppnaðir. Leikarnir í Tókýó verða auðvitað talsvert öðruvísi út af Covid. Vegna Covid þá eru ekki búin að vera nein stórmót þannig að maður hefur ekki fengið neina keppnisreynslu undanfarið. Það var eitt mót í maí, sem ég komst ekki á út af persónulegum ástæðum, en fyrir utan það hefur ekkert verið í gangi frá því áður en faraldurinn hófst,“ segir Ásgeir sem mun ekki keppa á móti fram að leikunum en æfa sig hér heima. Ásgeir er annar íslenski íþróttamaðurinn sem fær farseðil til Tókýó en hinn er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Fleiri munu bætast í hópinn en þó má búast við því að íslenskir keppendur verði ekki fleiri en fimm. „Þetta verður þá bara fámennur en góður hópur. Það verður þá enginn þarna til að vekja mann með hrotum og maður fær frið til að sofa,“ segir ólympíufarinn Ásgeir léttur í bragði.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Tengdar fréttir Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. 23. júní 2021 09:46 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. 23. júní 2021 09:46