„Minnti á KR-liðið sem vann alla þessa titla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 10:00 Þórsarar lentu í vandræðum gegn vörn Keflavíkur og urðu að sætta sig við tap. vísir/Hulda Margrét Rætt var um magnaðan varnarleik Keflvíkinga og Þórslið sem var mjög ólíkt sjálfu sér í Dominos Körfuboltakvöldi, eftir að Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira