Fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 14:18 Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni að það sé ekki neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira