Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2021 21:31 Líkamsleifar nær þúsund barna hafa fundist grafnar við heimavistarskóla í Kanada undanfarinn mánuð. AP/Jonathan Hayward Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna. Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna.
Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30
Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10