Virði Facebook fer yfir billjón dali Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 21:43 Facebook er fimmta félag Bandaríkjanna til að ná þessum áfanga. AP/Jeff Chiu Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot. Þegar markaðir lokuðu stóðu hlutabréf Facebook í 355,64 dölum og höfðu hækkað um 4,2 prósent í kjölfar úrskurðarins, samkvæmt frétt CNBC. Facebook er fimmta bandaríska fyrirtækið til að ná þessum áfanga, á eftir Apple, Microsoft, Amazon og Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Fyrsta hlutafjárútboð Facebook fór fram árið 2012 og var virði félagsins þá 104 milljarðar dala. Frá júlí 2018 hefur virði hlutabréfa félagsins nærri því tvöfaldast. Þá höfðu hlutabréfin lækkað um 19 prósent vegna dræmra tekna og lítillar fjölgunar notenda, auk þess sem ýmis hneykslismál tengd Facebook, eins og gagnalekar og Cambridge Analytica-hneykslið svokallaða, litu dagsins ljós. Mestar tekjur Facebook eru tilkomnar vegna persónumiðaðra auglýsinga á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Má þar nefna miðla eins og Facebook, Messenger, Instagram og Whatsapp. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur tilefni til að vera ánægður, í bili.EPA/CHARLES PLATIAU Fá 30 daga til að girða sig í brók Ráðamenn vestanhafs hafa viljað koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna og hafa forsvarsmenn Facebook átt í vök að verjast vegna ásakana stjórnmálamanna og annarra um samkeppnisbrot. Dómari við alríkisdómstól í Washington D.C. opinberaði þá niðurstöðu sína í kvöld að saksóknurum hefðu ekki sýnt fram á hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu að markaðsstaða Facebook á samfélagsmiðlum væri meiri en sextíu prósent. Í úrskurðinum segir að málflutningur saksóknara og skilgreiningar þeirra í lögsókninni gegn Facebook séu svo óljósar að ekki sé hægt að halda málinu áfram. Í öðrum úrskurði sem birtur var samhliða sagði dómarinn að ríkissaksóknarar hefðu beðið of lengi með að höfða mál vegna kaupa Facebook á Instagram árið 2012 og WhatsApp árið 2014. Dómarinn gaf báðum hópum þó 30 daga frest til að gera breytingar á lögsóknum sínum, sem tækju mið af gagnrýni hans, samkvæmt frétt Politico. Hann skrifaði einnig að þörf væri á endurbótum á samkeppnislögum og þykir það vatn á myllu saksóknaranna. Facebook Bandaríkin Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þegar markaðir lokuðu stóðu hlutabréf Facebook í 355,64 dölum og höfðu hækkað um 4,2 prósent í kjölfar úrskurðarins, samkvæmt frétt CNBC. Facebook er fimmta bandaríska fyrirtækið til að ná þessum áfanga, á eftir Apple, Microsoft, Amazon og Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Fyrsta hlutafjárútboð Facebook fór fram árið 2012 og var virði félagsins þá 104 milljarðar dala. Frá júlí 2018 hefur virði hlutabréfa félagsins nærri því tvöfaldast. Þá höfðu hlutabréfin lækkað um 19 prósent vegna dræmra tekna og lítillar fjölgunar notenda, auk þess sem ýmis hneykslismál tengd Facebook, eins og gagnalekar og Cambridge Analytica-hneykslið svokallaða, litu dagsins ljós. Mestar tekjur Facebook eru tilkomnar vegna persónumiðaðra auglýsinga á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Má þar nefna miðla eins og Facebook, Messenger, Instagram og Whatsapp. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur tilefni til að vera ánægður, í bili.EPA/CHARLES PLATIAU Fá 30 daga til að girða sig í brók Ráðamenn vestanhafs hafa viljað koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna og hafa forsvarsmenn Facebook átt í vök að verjast vegna ásakana stjórnmálamanna og annarra um samkeppnisbrot. Dómari við alríkisdómstól í Washington D.C. opinberaði þá niðurstöðu sína í kvöld að saksóknurum hefðu ekki sýnt fram á hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu að markaðsstaða Facebook á samfélagsmiðlum væri meiri en sextíu prósent. Í úrskurðinum segir að málflutningur saksóknara og skilgreiningar þeirra í lögsókninni gegn Facebook séu svo óljósar að ekki sé hægt að halda málinu áfram. Í öðrum úrskurði sem birtur var samhliða sagði dómarinn að ríkissaksóknarar hefðu beðið of lengi með að höfða mál vegna kaupa Facebook á Instagram árið 2012 og WhatsApp árið 2014. Dómarinn gaf báðum hópum þó 30 daga frest til að gera breytingar á lögsóknum sínum, sem tækju mið af gagnrýni hans, samkvæmt frétt Politico. Hann skrifaði einnig að þörf væri á endurbótum á samkeppnislögum og þykir það vatn á myllu saksóknaranna.
Facebook Bandaríkin Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira