„Að læra að finna jafnvægið á milli persónulega lífsins og rekstursins“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. júní 2021 07:02 Grafísku hönnuðurnir og kærustuparið Aron Freyr og Einar Guðmundsson létu langþráðan draum rætast og opnuðu verslunina Mikado á Hverfisgötu. Samsett mynd „Við höfum verið í stöðugri þróun að læra að finna jafnvægið á milli persónulega lífsins og rekstursins. Við störfum einnig 100% sem hönnuðir fyrir okkar eigin vinnustofur svo álagið hefur verið nokkuð mikið,“ segir Aon Freyr Heimisson annar eigandi Mikado í viðtali við Vísi. Aron Freyr og kærasti hans Einar Guðmundsson eiga og reka verslunina Mikadó á Hverfisgötu 50. Báðir eru þeir menntaðir grafískir hönnuðir en Einar útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2012 og Aron frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2014. Eftir að hafa búið í tvo ár í Portúgal ákváðu Einar og Aron að flytja heim til Íslands og láta draum sinn verða að veruleika og opna verslun.Hörður Sveins Ákváðu að hrista upp í lífinu Ástin bankaði á dyrnar þegar leiðir þeirra lágu saman árið 2016 og segir Einar þá hafa kynnst í gegnum sameiginlega vini. „Á þeim tíma var ég að vinna á Íslensku auglýsingastofunni og Aron sem verslunarstjóri hjá Geysi en tveimur árum síðar ákváðum við að hrista upp í lífinu og sögðum upp störfunum okkar. Við höfðum komið til Lissabon í Portúgal sumarið áður í helgarferð og féllum þá fyrir landinu og menningunni.“ Í Portúgal störfuðu þeir með sínar eigin vinnustofur sem grafískir hönnuðir fyrir viðskiptavini sína á Íslandi. Eftir rúmlega tveggja ára búsetu í Portúgal fluttu þeir svo aftur heim þar sem ný og spennandi tækifæri biðu þeirra. „Þetta var í október árið 2020,“ segir Aron. „Þá bauðst okkur tækifærið til þess að láta drauminn okkar verða að veruleika og við ákváðum bara að stökkva á það.“ Aron og Einar fengu hugmyndina að Mikado í október og opnuðu verslunina sex vikum síðar. Hörður Sveins Alltaf gengið vel að vinna saman Hvernig kom upp sú hugmynd að fara saman í rekstur? „Í gegnum árin höfum við aðeins unnið saman í hinum ýmsu verkefnum og það hefur alltaf gengið vel. Við til að mynda opnuðum bréfsefnisfyrirtæki í byrjun síðasta árs sem heitir Brotið blað og sérhæfir sig í prentuðu efni fyrir hina ýmsu viðburði, meðal annars brúðkaup. Svo höfum við verið að taka að okkur grafísk verkefni saman og það hafði blundað í okkur í svolítinn tíma að opna verslun, sem væri líka vinnustofa og prentstofa,“ segir Einar og bætir því við að svona fyrirkomulag, þar sem þeir gætu blandað öllu því saman sem þeir eru að fást við, hafi alltaf verið draumurinn." Hversu langt leið frá hugmynd í framkvæmd? „Aðeins sex vikur, segir Aron og lítur brosandi til Einars. Þetta var í október og annað glórulaust en að opna fyrir jól. Svo við unnum myrkranna á milli í sex vikur frá hugmynd að opnun Mikado á Hverfisgötu 50. Þetta var allt frá mörkun fyrirtækisins, opnun á vefverslun, standsetningu á rými, að hafa samband við vörumerkin og fá vörur. Allt frá ilmvötnum í húsgöng Vissu þið alltaf hvernig verslun ykkur langaði að opna? „Við vorum með þessa ákveðnu hugmynd sem hafði blundað í okkur í svolítinn tíma, svo við höfðum verið að safna að okkur vörumerkjum sem okkur þótti spennandi að fá til Íslands. Við erum mjög samstíga í smekk og svo það reyndist ekki erfitt að samstilla hugmyndir okkar. Við leggjum áherslu á vörur sem hafa fallegt handbragð, fágun og einfaldleika sem hreyfir við skilningarvitunum. Verslunin er undir miklum áhrifum frá Japan og Asíu blandað saman við skandinavíska hönnun og stíl. Hver vara er handvalin inn af mikilli kostgæfni sem gerir vöruúrvalið einstakt. Við bjóðum upp á vörur allt frá ilmum og reykelsum, yfir í matarstell, húsgögn og ljós,“ segir Einar sem segist mjög stoltur af útkomunni. Í húsnæðinu á Hverfisgötu 50 deila þeir verslunarrýminu með blómabúðinni Pastel blómastúdíó. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur afar vel. Fyrir utan hvað þær Elín og Sigrún eru skemmtilegar, þá teljum við það styrkja báðar einingar að vera í sama rými. Við finnum meira að segja fyrir því að fólki finnist hugmyndin góð og virka vel,“ segir Einar. Álagið verið mikið Voru þið einhvern tíma hræddir við þá hugmynd að fara að vinna saman? „Nei, í rauninni ekki. Það hefur tekist afar vel hingað til svo það var ekkert sem hræddi okkur. Að því sögðu voru þessar sex vikur mjög krefjandi og ef það hefur einhvern tíma reynt á, þá var það þá,“ segir Aron og hlær. Reksturinn segja þeir vera mikla samvinnu þar sem þeir gangi í öll störfin til jafns. Jafnvægið milli rekstursins og einkalífsins getur stundum verið flókið en segja þeir Einar og Aron að þeir hafi alltaf átt auðvelt með það að vinna saman. Hörður Sveins Eigiði auðvelt með að finna jafnvægið á milli persónulega lífsins og rekstursins. „Við erum svona að vinna í þessu,“ segir Einar sem viðurkennir að fyrstu mánuðirnir í rekstri hafi verið mjög lærdómsríkir. Aron tekur undir. Við höfum verið í stöðugri þróun að læra að finna jafnvægið á milli persónulega lífsins og rekstursins. Við störfum einnig 100% sem hönnuðir fyrir okkar eigin vinnustofur svo álagið hefur verið nokkuð mikið. Í góðum félagsskap á Hverfisgötunni „En eftir sumarið stefnum við á að vera búnir að mastera jafnvægið og ætlum við að ráða til okkar starfsmann til þess að auðvelda með það,“ segir Einar og bætir því við að ekkert hafi komið annað til greina en að vera með reksturinn í miðbænum. „Við erum í mjög góðum félagsskap á Hverfisgötunni, sem hefur verið í þvílíkri uppbyggingu síðustu ár. Svo er stutt upp á Laugaveg sem iðar af mannlífi þessa dagana,“ segir Aron og fagnar því að lífið sé nú aftur að verða eðlilegt eftir ansi óvenjuleg misseri. Eigiði ykkar uppáhalds merki? Tékkneska ilmvatnsmerkið Pigmentarium er nýjasta merkið í Mikado en alls eru fáanlega yfir tuttugu vörumerki í versluninni, bæði innlend og erlend. Pigmentarium „Já, en það er kannski erfitt að segja. Þar sem við veljum hvern hlut inn af mikilli kostgæfni þykir okkur mjög vænt um öll merkin sem við erum með hjá okkur. Til að nefna eitthvað þá er nýjasta merkið í sölu hjá okkur er ungt tékkneskt ilmvatnshús sem heitir Pigmentarium og er að gera virkilega spennandi hluti. Þau bjóða upp á ilmvötn og reykelsi sem eru dásamleg. Ætli það sé ekki svolítið uppáhalds núna,“ segir Einar og tekur Aron í sama streng. Einar og Aron segja virkilega spennandi tíma framundan og sjá þeir fyrir sér að þróast og stækka með tímanum. „Hugmyndin á bak við Mikado er svo opin sem gefur okkur mikið frelsi til þess að þróa hugmyndina áfram í hinar ýmsu áttir,“ segir Aron að lokum. Tíska og hönnun Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Aron Freyr og kærasti hans Einar Guðmundsson eiga og reka verslunina Mikadó á Hverfisgötu 50. Báðir eru þeir menntaðir grafískir hönnuðir en Einar útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2012 og Aron frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2014. Eftir að hafa búið í tvo ár í Portúgal ákváðu Einar og Aron að flytja heim til Íslands og láta draum sinn verða að veruleika og opna verslun.Hörður Sveins Ákváðu að hrista upp í lífinu Ástin bankaði á dyrnar þegar leiðir þeirra lágu saman árið 2016 og segir Einar þá hafa kynnst í gegnum sameiginlega vini. „Á þeim tíma var ég að vinna á Íslensku auglýsingastofunni og Aron sem verslunarstjóri hjá Geysi en tveimur árum síðar ákváðum við að hrista upp í lífinu og sögðum upp störfunum okkar. Við höfðum komið til Lissabon í Portúgal sumarið áður í helgarferð og féllum þá fyrir landinu og menningunni.“ Í Portúgal störfuðu þeir með sínar eigin vinnustofur sem grafískir hönnuðir fyrir viðskiptavini sína á Íslandi. Eftir rúmlega tveggja ára búsetu í Portúgal fluttu þeir svo aftur heim þar sem ný og spennandi tækifæri biðu þeirra. „Þetta var í október árið 2020,“ segir Aron. „Þá bauðst okkur tækifærið til þess að láta drauminn okkar verða að veruleika og við ákváðum bara að stökkva á það.“ Aron og Einar fengu hugmyndina að Mikado í október og opnuðu verslunina sex vikum síðar. Hörður Sveins Alltaf gengið vel að vinna saman Hvernig kom upp sú hugmynd að fara saman í rekstur? „Í gegnum árin höfum við aðeins unnið saman í hinum ýmsu verkefnum og það hefur alltaf gengið vel. Við til að mynda opnuðum bréfsefnisfyrirtæki í byrjun síðasta árs sem heitir Brotið blað og sérhæfir sig í prentuðu efni fyrir hina ýmsu viðburði, meðal annars brúðkaup. Svo höfum við verið að taka að okkur grafísk verkefni saman og það hafði blundað í okkur í svolítinn tíma að opna verslun, sem væri líka vinnustofa og prentstofa,“ segir Einar og bætir því við að svona fyrirkomulag, þar sem þeir gætu blandað öllu því saman sem þeir eru að fást við, hafi alltaf verið draumurinn." Hversu langt leið frá hugmynd í framkvæmd? „Aðeins sex vikur, segir Aron og lítur brosandi til Einars. Þetta var í október og annað glórulaust en að opna fyrir jól. Svo við unnum myrkranna á milli í sex vikur frá hugmynd að opnun Mikado á Hverfisgötu 50. Þetta var allt frá mörkun fyrirtækisins, opnun á vefverslun, standsetningu á rými, að hafa samband við vörumerkin og fá vörur. Allt frá ilmvötnum í húsgöng Vissu þið alltaf hvernig verslun ykkur langaði að opna? „Við vorum með þessa ákveðnu hugmynd sem hafði blundað í okkur í svolítinn tíma, svo við höfðum verið að safna að okkur vörumerkjum sem okkur þótti spennandi að fá til Íslands. Við erum mjög samstíga í smekk og svo það reyndist ekki erfitt að samstilla hugmyndir okkar. Við leggjum áherslu á vörur sem hafa fallegt handbragð, fágun og einfaldleika sem hreyfir við skilningarvitunum. Verslunin er undir miklum áhrifum frá Japan og Asíu blandað saman við skandinavíska hönnun og stíl. Hver vara er handvalin inn af mikilli kostgæfni sem gerir vöruúrvalið einstakt. Við bjóðum upp á vörur allt frá ilmum og reykelsum, yfir í matarstell, húsgögn og ljós,“ segir Einar sem segist mjög stoltur af útkomunni. Í húsnæðinu á Hverfisgötu 50 deila þeir verslunarrýminu með blómabúðinni Pastel blómastúdíó. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur afar vel. Fyrir utan hvað þær Elín og Sigrún eru skemmtilegar, þá teljum við það styrkja báðar einingar að vera í sama rými. Við finnum meira að segja fyrir því að fólki finnist hugmyndin góð og virka vel,“ segir Einar. Álagið verið mikið Voru þið einhvern tíma hræddir við þá hugmynd að fara að vinna saman? „Nei, í rauninni ekki. Það hefur tekist afar vel hingað til svo það var ekkert sem hræddi okkur. Að því sögðu voru þessar sex vikur mjög krefjandi og ef það hefur einhvern tíma reynt á, þá var það þá,“ segir Aron og hlær. Reksturinn segja þeir vera mikla samvinnu þar sem þeir gangi í öll störfin til jafns. Jafnvægið milli rekstursins og einkalífsins getur stundum verið flókið en segja þeir Einar og Aron að þeir hafi alltaf átt auðvelt með það að vinna saman. Hörður Sveins Eigiði auðvelt með að finna jafnvægið á milli persónulega lífsins og rekstursins. „Við erum svona að vinna í þessu,“ segir Einar sem viðurkennir að fyrstu mánuðirnir í rekstri hafi verið mjög lærdómsríkir. Aron tekur undir. Við höfum verið í stöðugri þróun að læra að finna jafnvægið á milli persónulega lífsins og rekstursins. Við störfum einnig 100% sem hönnuðir fyrir okkar eigin vinnustofur svo álagið hefur verið nokkuð mikið. Í góðum félagsskap á Hverfisgötunni „En eftir sumarið stefnum við á að vera búnir að mastera jafnvægið og ætlum við að ráða til okkar starfsmann til þess að auðvelda með það,“ segir Einar og bætir því við að ekkert hafi komið annað til greina en að vera með reksturinn í miðbænum. „Við erum í mjög góðum félagsskap á Hverfisgötunni, sem hefur verið í þvílíkri uppbyggingu síðustu ár. Svo er stutt upp á Laugaveg sem iðar af mannlífi þessa dagana,“ segir Aron og fagnar því að lífið sé nú aftur að verða eðlilegt eftir ansi óvenjuleg misseri. Eigiði ykkar uppáhalds merki? Tékkneska ilmvatnsmerkið Pigmentarium er nýjasta merkið í Mikado en alls eru fáanlega yfir tuttugu vörumerki í versluninni, bæði innlend og erlend. Pigmentarium „Já, en það er kannski erfitt að segja. Þar sem við veljum hvern hlut inn af mikilli kostgæfni þykir okkur mjög vænt um öll merkin sem við erum með hjá okkur. Til að nefna eitthvað þá er nýjasta merkið í sölu hjá okkur er ungt tékkneskt ilmvatnshús sem heitir Pigmentarium og er að gera virkilega spennandi hluti. Þau bjóða upp á ilmvötn og reykelsi sem eru dásamleg. Ætli það sé ekki svolítið uppáhalds núna,“ segir Einar og tekur Aron í sama streng. Einar og Aron segja virkilega spennandi tíma framundan og sjá þeir fyrir sér að þróast og stækka með tímanum. „Hugmyndin á bak við Mikado er svo opin sem gefur okkur mikið frelsi til þess að þróa hugmyndina áfram í hinar ýmsu áttir,“ segir Aron að lokum.
Tíska og hönnun Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira