900 milljóna gjaldþrot umdeildrar bílaleigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2021 11:43 Green Motion uppfærði bílaflotann sinn árið 2016 og við það tækifæri var þessi mynd tekin. Greenmotion.com Skiptum er lokið í þrotabúi Grunda ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota í júní í fyrra. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu 898 milljónum króna. Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingablaðinu í dag. Grundir ehf komust í fréttirnar í febrúar 2019 þegar umfjöllun um bílaleigur sem breyttu kílómetramælum sínum var í hámæli. Meðal annars var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ein bílaleiga sem rataði í fréttirnar var Green Motion en Grundir ehf. var rekstrarfélag bílaleigunnar. Rúnar Laufar Ólafsson, framkvæmdastjóri Green Motion, sagði í samtali við Mbl.is í febrúar 2019 að hann ætlaði ekkert að tjá sig um ásakanir þess efnis að bílaleigan hefði sjálf átt við mælana. Kaupendur væru þó alltaf upplýstir ef átt hefði verið við mælana. Dæmi voru um að kílómetrafjöldi lækkaði um yfir eitt hundrað þúsund kílómetra á milli ára. Þá fjallaði DV um slæman vitnisburð viðskiptavina Green Motion á neytendasíðum. Frásagnir viðskiptavina lutu margar að meintu tryggingasvindli með þeim hætti að viðskiptavinir væru því sem næst þvingaðir til að kaupa kostnaðarsama tryggingu frá bílaleigunni óháð ferðatryggingu viðkomandi. Þá voru bílarnir sagðir í misjöfnu ástandi, margir óhreinir að innan sem utan og hjólbarðar slitnir svo hætta gæti skapast af. Green Motion á Íslandi brást við með yfirlýsingu og sagði einblínt á að veita bestu mögulegu þjónustu og fylgja reglum sem settar væru af Green Motion International. Procar Bílaleigur Gjaldþrot Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingablaðinu í dag. Grundir ehf komust í fréttirnar í febrúar 2019 þegar umfjöllun um bílaleigur sem breyttu kílómetramælum sínum var í hámæli. Meðal annars var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ein bílaleiga sem rataði í fréttirnar var Green Motion en Grundir ehf. var rekstrarfélag bílaleigunnar. Rúnar Laufar Ólafsson, framkvæmdastjóri Green Motion, sagði í samtali við Mbl.is í febrúar 2019 að hann ætlaði ekkert að tjá sig um ásakanir þess efnis að bílaleigan hefði sjálf átt við mælana. Kaupendur væru þó alltaf upplýstir ef átt hefði verið við mælana. Dæmi voru um að kílómetrafjöldi lækkaði um yfir eitt hundrað þúsund kílómetra á milli ára. Þá fjallaði DV um slæman vitnisburð viðskiptavina Green Motion á neytendasíðum. Frásagnir viðskiptavina lutu margar að meintu tryggingasvindli með þeim hætti að viðskiptavinir væru því sem næst þvingaðir til að kaupa kostnaðarsama tryggingu frá bílaleigunni óháð ferðatryggingu viðkomandi. Þá voru bílarnir sagðir í misjöfnu ástandi, margir óhreinir að innan sem utan og hjólbarðar slitnir svo hætta gæti skapast af. Green Motion á Íslandi brást við með yfirlýsingu og sagði einblínt á að veita bestu mögulegu þjónustu og fylgja reglum sem settar væru af Green Motion International.
Procar Bílaleigur Gjaldþrot Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira