Ungt fólk á rétt að verða ekki leiksoppar – Skaðleg stefnumörkun stjórnmálanna Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 29. júní 2021 14:31 Vill einhver vera viljalaus og láta aðra stjórna sér? Ef svarið er ,,nei“ er mikilvægt að það sé nokkuð öruggt að svo sé ekki en það kann að vera dulið hver vill í raun vel og hver ekki. Í pistli Jóhanns Páls Jóhannssonar hér á visi.is 28. júlí 2021 fjallaði hann um að kynslóðakapallinn yrði að ganga upp og vísaði til greinaraðar bresku fréttaveitunnar ,,the Guardian“ um aldamótakynslóðina, greinarraðar frá árinu 2016. Þar fullyrðir hann, með tilvísun í framangreinda umfjöllun bresku fréttaveitunnar, að einstaklingar, fæddir 1980 til 1995, standi mun verr fjárhagslega en flestir aðrar kynslóðir einstaklinga sem fæddust fyrr. Vísaði Jóhann Páll í Angel Gurría ,,framkvæmdastjóra OECD“ í þessu samhengi. Reyndar var um að ræða fyrrverandi framkvæmdastjóra OECD en framkvæmdastjóri OECD í dag er Mathias Cormann sem tók við 1. júní 2021 og mun starfa í embætti næstu 5 árin. Einnig vitnaði Jóhann í greinargerð sem fjármálaráðuneytið á Íslandi lét taka sama að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar árið 2016 þar sem kom fram að ,,aukning hinna eldri hefur verið miklu meiri en aukningin hjá yngri hópum undanfarna áratugi og hlutur ungs fólks í heildartekjum samfélagsins fer lækkandi.“. Því má einnig geta að sú grein, sem vísað er í hjá bresku fréttaveitunni hér að framan, er einnig frá árinu 2016. Hér er því Jóhann að nýta heimildir sem eru um eða yfir 5 ára gamlar. Á þessum gögnum og vangaveltum ríður hann af stað og áréttar réttilega að leiguverð hafi hækkað mikið og að ungt fólk eigi erfiðara með að safna fyrir íbúðarkaupum, að ungt fólk þurfi að skuldsetja sig mikið og að yfirvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í lífskjarasamningi árið 2018. Allt þetta bras hafi svo valdið því að hinir eldri eignuðust meira en hinir yngri, að tryggja ætti námsmönnum atvinnuleysisbætur og að ,,brjálaður“ húsnæðismarkaður væri að sliga hagkerfi ungs fólks. Samhliða er telur Jóhann Páll að grænar lausnir, með tilsvarandi loftslagsmarkmiðum og fjárfestingum hins opinbera, gætu bjargað komandi kynslóðum undan oki og örbyrgð. Hinn ,,brjálaði“ leigumarkaður hafi hækkað langt umfram laun og nú þyrfti að byggja upp leiguhúsnæði, hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir lágtekjufólk, endurskoða húsaleigulögin og auka réttindi leigjenda. Óhætt er að segja að þrátt fyrir talsverða fjölmiðlareynslu Jóhanns Páls, góðan vilja og talsverða menntun á sviði stjórnmálahagfræði og sagnfræði virðist sem hann láti fjölmarga þætti hér rekast hvora á aðra. Látum vera að þrátta um smáatriðin er tengjast gömlum fréttum, röngum tilvitnunum og frekar takmarkaðri gagnaöflun. En það sem Jóhann Páll lætur vera að benda á er t.a.m. eftirfarandi: Borgarlínuverkefni Samfylkingarinnar (allt að 5 sinnum dýrara en létt borgarlína - BRT Lite) o.fl. ásamt þéttingu byggðar hefur komið ungu fólki afar illa, sérstaklega þeirri kynslóð sem Jóhann Páll virðist hér ætla að standa vörð um. Allt þetta brölt hefur hækkað lóða- og íbúðaverð langt umfram það sem eðlilegt mætti telja. Að verkalýðshreyfingin sé svo blind á stöðu efnahagsmála að ætlast til þess að lífskjarasamningar standist eftir COVID-19 og þær hremmingar á heimsvísu er afar bagalegt. Sjá má að Jóhann Páll lætur alveg vera að skoða sögulegt samhengi og almenna hagfræði þegar kemur að samhengi hlutanna í þeim efnum. Svo virðist sem þessi hreyfing sé á annarri vegferð en þeirri að stuðla að friði á vinnumarkaði, auka kaupmátt og lágmarka atvinnuleysi. Stytting vinnuvikunnar er eitt fyrirbæri sem farið hefur verið í og aðeins leitt til meiri frítíma fyrir þá sem hafði ófáa frítíma fyrir. Þetta eykur kostnað hins opinbera og gerir bæði fyrirtækjum og stofnunum það eitt að þurfa að hækka laun sem lítið eða ekkert er hægt að koma í veg fyrir og fáir ef nokkur hefur efni á. Slíku er öllu velt út í verðlagið og fólk bætir við sig vinnu sem þarf á því að halda. Að auka rétt leigjenda á kostnað leigusala mun auka áhættu leigusala og það mun aðeins leiða til hærri leigu. Sjálfsagt er að bæta hag leigjenda en það verður að vera í samræmi við áhættuna sem um er að tefla. Aukin áhætta fer saman með kröfu um aukna ávöxtun til að dekka megi þá áhættu sem lögð er til grundvallar lagabreytingum. Jóhann Páll virðist láta sér í léttu rúmi liggja þetta augljósa samhengi. Undanfarin misseri hefur ungt fólk á Íslandi mátt vissulega búa við betri kjör. Skjaldborg ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var aldrei nokkur einasta skjaldborg heldur var um að ræða ógnarstjórn. Sú stjórn beinlínis stuðlaði að rýrnun eigna almennings, braut lög og jafnvel stjórnarskrá með því að ganga á eignarréttinn, ekki einu sinni heldur ítrekað. Sú ríkisstjórn leita m.a. bónar hjá sambandi sem er komið á vonarvöl í dag þar sem fulltrúar stærstu ríkjanna, Frakka og Þjóðverja, fá ekki að hitta Pútín að máli lengur einir og óstuddir af ESB. Þarna vildi vinstri stjórn ,,selja Ísland“ og stóran hluta af fullveldi þjóðarinnar fyrir lítið. ICESAVE var ein af þeim tilraunum og við viljum ekki annað eins. Unga fólkið á betra skilið en slíka áhættusækni og að það sé í sífellu sneitt að fullveldinu. Hagsmunir ungs fólks, sem og annara, hafa ávallt rýrnað undir ógnarstjórnum frá vinstri. Slíkar stjórnir samanstanda oftar en ekki af einstaklingum sem enga eða takmarkaða reynslu hefur af atvinnurekstri og rýra þekkingu á hve alvarleg áhrif geta orðið af óvönduðum lagasetningum. Slíkt býr til kostnað, hækkandi skatta og tilsvarandi kjaraskerðingar og áhættu fyrir ungar kynslóðir. Sagan kennir að hvaða kynslóð sem er getur orðið undir í slíku aftakaveðri stjórnmálanna . Aldamótakynslóðin á betra skilið en vinstri stjórn og má ekki verða að leiksoppi þeirra. Tryggjum að ungt fólk geti allt eignast þak yfir höfuðið á hagkvæmu verði. Við eigum að standa vörð um unga fólkið rétt eins og eldri borgara og hvern þann sem vill leggja að mörkum og hefur lagt mikið að mörkum. Að lokum skal áréttað að í dag, m.v. mars 2021, er um 8,1% atvinnuleysi á evrusvæðinu en á Íslandi um 7,2%. Séu tölur varðandi atvinnuleysi ungs fólks skoðaðar er það nú um 17,2% á evrusvæðinu (24% í Svíþjóð reyndar og um 38% á Spáni) en um 13,5% á Íslandi. Á þeim tímum sem aldamótakynslóðin var á aldrinum í kringum 16 til 25 ára rauk atvinnuleysi á evrusvæðinu að meðaltali úr um 15% (2008) í yfir 24% (2013). Samkvæmt þessu hentar stefna Samfylkingarinnar ungu fólki afar illa. Sama á reyndar við um stefnu systurflokks Samfylkingarinnar, þ.e. Viðreisnar. Stefna þessara flokka getur beinlínis valdið ungu fólki varanlegum fjárhagslegum skaða. Það sýna tölurnar frá hagstofu ESB (Eurostat, 54/2021 – 30. apríl 2021). Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Vill einhver vera viljalaus og láta aðra stjórna sér? Ef svarið er ,,nei“ er mikilvægt að það sé nokkuð öruggt að svo sé ekki en það kann að vera dulið hver vill í raun vel og hver ekki. Í pistli Jóhanns Páls Jóhannssonar hér á visi.is 28. júlí 2021 fjallaði hann um að kynslóðakapallinn yrði að ganga upp og vísaði til greinaraðar bresku fréttaveitunnar ,,the Guardian“ um aldamótakynslóðina, greinarraðar frá árinu 2016. Þar fullyrðir hann, með tilvísun í framangreinda umfjöllun bresku fréttaveitunnar, að einstaklingar, fæddir 1980 til 1995, standi mun verr fjárhagslega en flestir aðrar kynslóðir einstaklinga sem fæddust fyrr. Vísaði Jóhann Páll í Angel Gurría ,,framkvæmdastjóra OECD“ í þessu samhengi. Reyndar var um að ræða fyrrverandi framkvæmdastjóra OECD en framkvæmdastjóri OECD í dag er Mathias Cormann sem tók við 1. júní 2021 og mun starfa í embætti næstu 5 árin. Einnig vitnaði Jóhann í greinargerð sem fjármálaráðuneytið á Íslandi lét taka sama að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar árið 2016 þar sem kom fram að ,,aukning hinna eldri hefur verið miklu meiri en aukningin hjá yngri hópum undanfarna áratugi og hlutur ungs fólks í heildartekjum samfélagsins fer lækkandi.“. Því má einnig geta að sú grein, sem vísað er í hjá bresku fréttaveitunni hér að framan, er einnig frá árinu 2016. Hér er því Jóhann að nýta heimildir sem eru um eða yfir 5 ára gamlar. Á þessum gögnum og vangaveltum ríður hann af stað og áréttar réttilega að leiguverð hafi hækkað mikið og að ungt fólk eigi erfiðara með að safna fyrir íbúðarkaupum, að ungt fólk þurfi að skuldsetja sig mikið og að yfirvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í lífskjarasamningi árið 2018. Allt þetta bras hafi svo valdið því að hinir eldri eignuðust meira en hinir yngri, að tryggja ætti námsmönnum atvinnuleysisbætur og að ,,brjálaður“ húsnæðismarkaður væri að sliga hagkerfi ungs fólks. Samhliða er telur Jóhann Páll að grænar lausnir, með tilsvarandi loftslagsmarkmiðum og fjárfestingum hins opinbera, gætu bjargað komandi kynslóðum undan oki og örbyrgð. Hinn ,,brjálaði“ leigumarkaður hafi hækkað langt umfram laun og nú þyrfti að byggja upp leiguhúsnæði, hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir lágtekjufólk, endurskoða húsaleigulögin og auka réttindi leigjenda. Óhætt er að segja að þrátt fyrir talsverða fjölmiðlareynslu Jóhanns Páls, góðan vilja og talsverða menntun á sviði stjórnmálahagfræði og sagnfræði virðist sem hann láti fjölmarga þætti hér rekast hvora á aðra. Látum vera að þrátta um smáatriðin er tengjast gömlum fréttum, röngum tilvitnunum og frekar takmarkaðri gagnaöflun. En það sem Jóhann Páll lætur vera að benda á er t.a.m. eftirfarandi: Borgarlínuverkefni Samfylkingarinnar (allt að 5 sinnum dýrara en létt borgarlína - BRT Lite) o.fl. ásamt þéttingu byggðar hefur komið ungu fólki afar illa, sérstaklega þeirri kynslóð sem Jóhann Páll virðist hér ætla að standa vörð um. Allt þetta brölt hefur hækkað lóða- og íbúðaverð langt umfram það sem eðlilegt mætti telja. Að verkalýðshreyfingin sé svo blind á stöðu efnahagsmála að ætlast til þess að lífskjarasamningar standist eftir COVID-19 og þær hremmingar á heimsvísu er afar bagalegt. Sjá má að Jóhann Páll lætur alveg vera að skoða sögulegt samhengi og almenna hagfræði þegar kemur að samhengi hlutanna í þeim efnum. Svo virðist sem þessi hreyfing sé á annarri vegferð en þeirri að stuðla að friði á vinnumarkaði, auka kaupmátt og lágmarka atvinnuleysi. Stytting vinnuvikunnar er eitt fyrirbæri sem farið hefur verið í og aðeins leitt til meiri frítíma fyrir þá sem hafði ófáa frítíma fyrir. Þetta eykur kostnað hins opinbera og gerir bæði fyrirtækjum og stofnunum það eitt að þurfa að hækka laun sem lítið eða ekkert er hægt að koma í veg fyrir og fáir ef nokkur hefur efni á. Slíku er öllu velt út í verðlagið og fólk bætir við sig vinnu sem þarf á því að halda. Að auka rétt leigjenda á kostnað leigusala mun auka áhættu leigusala og það mun aðeins leiða til hærri leigu. Sjálfsagt er að bæta hag leigjenda en það verður að vera í samræmi við áhættuna sem um er að tefla. Aukin áhætta fer saman með kröfu um aukna ávöxtun til að dekka megi þá áhættu sem lögð er til grundvallar lagabreytingum. Jóhann Páll virðist láta sér í léttu rúmi liggja þetta augljósa samhengi. Undanfarin misseri hefur ungt fólk á Íslandi mátt vissulega búa við betri kjör. Skjaldborg ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var aldrei nokkur einasta skjaldborg heldur var um að ræða ógnarstjórn. Sú stjórn beinlínis stuðlaði að rýrnun eigna almennings, braut lög og jafnvel stjórnarskrá með því að ganga á eignarréttinn, ekki einu sinni heldur ítrekað. Sú ríkisstjórn leita m.a. bónar hjá sambandi sem er komið á vonarvöl í dag þar sem fulltrúar stærstu ríkjanna, Frakka og Þjóðverja, fá ekki að hitta Pútín að máli lengur einir og óstuddir af ESB. Þarna vildi vinstri stjórn ,,selja Ísland“ og stóran hluta af fullveldi þjóðarinnar fyrir lítið. ICESAVE var ein af þeim tilraunum og við viljum ekki annað eins. Unga fólkið á betra skilið en slíka áhættusækni og að það sé í sífellu sneitt að fullveldinu. Hagsmunir ungs fólks, sem og annara, hafa ávallt rýrnað undir ógnarstjórnum frá vinstri. Slíkar stjórnir samanstanda oftar en ekki af einstaklingum sem enga eða takmarkaða reynslu hefur af atvinnurekstri og rýra þekkingu á hve alvarleg áhrif geta orðið af óvönduðum lagasetningum. Slíkt býr til kostnað, hækkandi skatta og tilsvarandi kjaraskerðingar og áhættu fyrir ungar kynslóðir. Sagan kennir að hvaða kynslóð sem er getur orðið undir í slíku aftakaveðri stjórnmálanna . Aldamótakynslóðin á betra skilið en vinstri stjórn og má ekki verða að leiksoppi þeirra. Tryggjum að ungt fólk geti allt eignast þak yfir höfuðið á hagkvæmu verði. Við eigum að standa vörð um unga fólkið rétt eins og eldri borgara og hvern þann sem vill leggja að mörkum og hefur lagt mikið að mörkum. Að lokum skal áréttað að í dag, m.v. mars 2021, er um 8,1% atvinnuleysi á evrusvæðinu en á Íslandi um 7,2%. Séu tölur varðandi atvinnuleysi ungs fólks skoðaðar er það nú um 17,2% á evrusvæðinu (24% í Svíþjóð reyndar og um 38% á Spáni) en um 13,5% á Íslandi. Á þeim tímum sem aldamótakynslóðin var á aldrinum í kringum 16 til 25 ára rauk atvinnuleysi á evrusvæðinu að meðaltali úr um 15% (2008) í yfir 24% (2013). Samkvæmt þessu hentar stefna Samfylkingarinnar ungu fólki afar illa. Sama á reyndar við um stefnu systurflokks Samfylkingarinnar, þ.e. Viðreisnar. Stefna þessara flokka getur beinlínis valdið ungu fólki varanlegum fjárhagslegum skaða. Það sýna tölurnar frá hagstofu ESB (Eurostat, 54/2021 – 30. apríl 2021). Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun