Tímamótasamningur sem þýðir að Meistaradeild kvenna verður í opinni dagskrá á Youtube Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:20 Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu. EPA-EFE/BJORN LARSSON Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur samið við streymisveituna DAZN og Youtube um að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu næstu fjögur árin. Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira