200 hlauparar munu valsa um flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 22:34 Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, verður einn þeirra sem mun hlaupa á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Stöð 2 Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt. Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan.
Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira