Britney verður áfram á valdi föður síns Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. júlí 2021 11:34 „Ég vil bara endurheimta líf mitt. Það eru liðin þrettán ár og nú er nóg komið. Það er langt síðan ég hef átt mína eigin peninga og það er mín ósk og minn draumur að þessu ljúki,“ sagði söngkonan Britney Spears. Getty/Frazer Harrison Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. Í máli sínu á miðvikudaginn síðastliðinn lýsti Britney því yfir að hún væri hrædd við föður sinn og óskaði eftir því að losna undan valdi hans, án þess að þurfa að undirgangast læknisfræðilegt mat. Niðurstaða dómara sem kveðin var upp í gær, er þó sú að Britney verði áfram á valdi föður síns en einkafyrirtækið Bessemer Trust fari með hluta forsjárinnar. Bandarískir lögmenn lýstu því yfir í síðustu viku að ræðan sem Britney flutti fyrir dómara, hafi ekki verið henni til hagsbóta. Tilfinningalegt uppnám hennar væri vísbending um ójafnvægi og jafnvel andleg veikindi. Því skal þó haldið til haga að niðurstaða gærdagsins er ekki beint svar við ræðu Britney. Beiðni um að leysa Britney undan valdi föður síns var hafnað síðasta haust og hefur sú beiðni ekki verið lögð fram formlega aftur. Sú niðurstaða sem kveðin var upp í gær er fyrst og fremst til þess að samþykkja einkafyrirtækið Bessemer Trust sem meðlögráðamann, en einnig ítrekun á fyrri dómi um Jamie Spears skyldi áfram vera fjárráðamaður söngkonunnar. Faðir Britney hefur stjórnað fjármunum og tekið ákvarðanir fyrir hana síðan árið 2008. Hann hefur þó vísað á bug þeim ásökunum að hafa tekið afdrifaríkar ákvarðanir um einkalíf dóttur sinnar, eins og að neyða hana til þess að vera á getnaðarvörn. Hann segist ekki hafa skipt sér af einkalífi dóttur sinnar síðan árið 2019. Þá hafi það hlutverk fallið tímabundið í hendur Jodi Montgomery vegna heilsubrests Jamie Spears. Aðdáendur úti um allan heim standa þétt við bakið á söngkonunni.Getty/Rich Fury „Ég vil bara endurheimta líf mitt. Það eru liðin þrettán ár og nú er nóg komið. Það er langt síðan ég hef átt mína eigin peninga og það er mín ósk og minn draumur að þessu ljúki,“ sagði söngkonan í síðustu viku. Laura Snapes hjá tímaritinu Guardian orðaði það svo að Britney hefði hjálpað stúlkum úti um allan heim að fullorðnast en aldrei fengið að fullorðast sjálf. Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45 Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Í máli sínu á miðvikudaginn síðastliðinn lýsti Britney því yfir að hún væri hrædd við föður sinn og óskaði eftir því að losna undan valdi hans, án þess að þurfa að undirgangast læknisfræðilegt mat. Niðurstaða dómara sem kveðin var upp í gær, er þó sú að Britney verði áfram á valdi föður síns en einkafyrirtækið Bessemer Trust fari með hluta forsjárinnar. Bandarískir lögmenn lýstu því yfir í síðustu viku að ræðan sem Britney flutti fyrir dómara, hafi ekki verið henni til hagsbóta. Tilfinningalegt uppnám hennar væri vísbending um ójafnvægi og jafnvel andleg veikindi. Því skal þó haldið til haga að niðurstaða gærdagsins er ekki beint svar við ræðu Britney. Beiðni um að leysa Britney undan valdi föður síns var hafnað síðasta haust og hefur sú beiðni ekki verið lögð fram formlega aftur. Sú niðurstaða sem kveðin var upp í gær er fyrst og fremst til þess að samþykkja einkafyrirtækið Bessemer Trust sem meðlögráðamann, en einnig ítrekun á fyrri dómi um Jamie Spears skyldi áfram vera fjárráðamaður söngkonunnar. Faðir Britney hefur stjórnað fjármunum og tekið ákvarðanir fyrir hana síðan árið 2008. Hann hefur þó vísað á bug þeim ásökunum að hafa tekið afdrifaríkar ákvarðanir um einkalíf dóttur sinnar, eins og að neyða hana til þess að vera á getnaðarvörn. Hann segist ekki hafa skipt sér af einkalífi dóttur sinnar síðan árið 2019. Þá hafi það hlutverk fallið tímabundið í hendur Jodi Montgomery vegna heilsubrests Jamie Spears. Aðdáendur úti um allan heim standa þétt við bakið á söngkonunni.Getty/Rich Fury „Ég vil bara endurheimta líf mitt. Það eru liðin þrettán ár og nú er nóg komið. Það er langt síðan ég hef átt mína eigin peninga og það er mín ósk og minn draumur að þessu ljúki,“ sagði söngkonan í síðustu viku. Laura Snapes hjá tímaritinu Guardian orðaði það svo að Britney hefði hjálpað stúlkum úti um allan heim að fullorðnast en aldrei fengið að fullorðast sjálf.
Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45 Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31