Ásakendur Cosby slegnir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 10:49 Bill Cosby, sem nú er 83 ára gamall, var sigurreifur þegar hann sneri heim til sín úr fangelsi í gær. AP/Matt Slocum Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14