Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 15:36 Kjörseðlar í forseta- og þingkosningunum í Arizona í nóvember. Lögin sem deilt var um í Hæstarétti voru í gildi þá og verða það áfram. AP/Matt York Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. Dómurinn í dag er talinn auðvelda repúblikönum að koma í gegn ýmsum takmörkunum á framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þeir hafa þegar samþykkt lög eða lagt fram frumvörp um það í tugum ríkja. Þeir hafa vísað til lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum í nóvember sem rök fyrir nauðsyn takmarkananna. Sex íhaldsmennirnir sem sitja í hæstarétti staðfestu lögin en þrír frjálslyndir dómarar skiluðu minnihlutaáliti. Með dómnum sneri rétturinn við niðurstöðu áfrýjunardómstóls í San Francisco sem taldi lögin hafa sérstaklega mikil áhrif á svarta, fólk af rómönskum ættum og frumbyggja. Þar með brytu lögin í bága við kosningaréttarlögin (e. Voting Rights Act), tímamótalagabálk sem var samþykktur árið 1965 og bannaði ýmsar takmarkanir sem suðurríkin festu í lög til þess að koma í veg fyrir að blökkumenn gætu kosið. Ekki nóg að sýna að lög hafi mismikil áhrif á kynþáttahópa Í meirihlutaáliti sínu skrifaði Samuel Alito, hæstaréttardómari, að sú staðreynd að lög hefðu meiri áhrif á ákveðna kynþáttahópa en aðra þýddi ekki endilega að þau mismunuðu fólki og stönguðust þannig á við kosningaréttarlögin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögin sem repúblikanar á ríkisþingi Arizona samþykktu fyrir fimm árum gerðu það saknæmt að skila inn atkvæði fyrir annan kjósanda nema hann væri náinn ættingi eða aðstandandi. Algengt er að baráttuhópar ýmissa minnihlutahópa safni útfylltum utankjörfundaratkvæðum og skili þeim á kjörstaði til að auðvelda fólki að kjósa og auka kjörsókn. Þá kváðu lögin á um að atkvæði sem væru greidd í rangri kjördeild skyldu ógilt. Næsti kjörstaður við heimili kjósenda er ekki alltaf í þeirri kjördeild sem þeim er úthlutað, að sögn AP-fréttastofunnar. Töldu aukna kjörsókn koma niður á sér Með niðurstöðu sinni hefur hæstirétturinn nú kippt fótunum undan því ákvæði kosningaréttarlaganna sem mest hefur mætt á síðan að íhaldsmenn við réttinn veiktu lögin verulega árið 2013. Þeir töldu að ákvæði um að suðurríki sem hafa sögulega mismunað svörtum kjósendum þyrftu að fá leyfi alríkisstjórnarinnar fyrir breytingum á kosningalögum stangast á við stjórnarskrá. Elena Kagan sakaði meirihlutann um að grafa undan kosningaréttarlögunum í annað skiptið á átta árum í minnihlutaálitinu sem hún skrifaði. „Það sem er sorglegt hér er að rétturinn hefur (enn á ný) endurskrifað, til þess að veikja, lög sem eru minnisvarði um mikilfengleika Bandaríkjanna og er vörn gegn lægstu hvötum okkar. Það sem er sorglegt er að rétturinn hefur skaðað lög sem var ætlað að „binda endi á misrétti í kosningum“,“ skrifaði Kagan fyrir hönd sín og hinna tveggja frjálslyndu dómaranna. Repúblikanar í Arizona héldu því meðal annars fram í málinu að takmarkanir á framkvæmd kosninga hefðu flokkspólitísk áhrif. Ef rétturinn felldi úr gildi bann við því að ógilda atkvæði sem voru greidd í rangri kjördeild takmarkaði það sigurlíkur repúblikana því að kjörsókn demókrata ykist. Þá héldu þeir fram að alríkislög legðu engar skyldur á hendur ríkinu að hámarka kjörsókn kynþáttaminnihlutahópa. Standa fyrir umdeildri endurskoðun atkvæða Öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, stendur nú fyrir umdeildri endurskoðun á atkvæðum úr forsetakosningunum í nóvember. Þeir réðu einkafyrirtæki til þess að skoða alla kjörseðla og kosningavélar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað staðlausar fullyrðingar Trump um kosningasvik. Sérfræðingar hafa gagnrýnt endurskoðunina sem þeir segja ótrúverðugt fausk. Þá hafa repúblikanar í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins, mótmælt félögum sínum í öldungadeildinni harðlega og fullyrða að kosningarnar hafi farið vel fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti vann nauman sigur á Trump í Arizona og var fyrsti demókratinn til að vinna í ríkinu í áratugi. Trump og bandamenn hans héldu í kjölfarið fram villtum ásökunum um að svik hefðu verið í tafli. Þeir hafa engar haldbærar sannanir geta lagt fram fyrir þeim ásökunum og dómstólar vísuðu málum þeirra frá. Úrslit kosninganna í Arizona hafa verið staðfest í opinberri endurtalningu og kosningaeftirliti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Dómurinn í dag er talinn auðvelda repúblikönum að koma í gegn ýmsum takmörkunum á framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þeir hafa þegar samþykkt lög eða lagt fram frumvörp um það í tugum ríkja. Þeir hafa vísað til lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum í nóvember sem rök fyrir nauðsyn takmarkananna. Sex íhaldsmennirnir sem sitja í hæstarétti staðfestu lögin en þrír frjálslyndir dómarar skiluðu minnihlutaáliti. Með dómnum sneri rétturinn við niðurstöðu áfrýjunardómstóls í San Francisco sem taldi lögin hafa sérstaklega mikil áhrif á svarta, fólk af rómönskum ættum og frumbyggja. Þar með brytu lögin í bága við kosningaréttarlögin (e. Voting Rights Act), tímamótalagabálk sem var samþykktur árið 1965 og bannaði ýmsar takmarkanir sem suðurríkin festu í lög til þess að koma í veg fyrir að blökkumenn gætu kosið. Ekki nóg að sýna að lög hafi mismikil áhrif á kynþáttahópa Í meirihlutaáliti sínu skrifaði Samuel Alito, hæstaréttardómari, að sú staðreynd að lög hefðu meiri áhrif á ákveðna kynþáttahópa en aðra þýddi ekki endilega að þau mismunuðu fólki og stönguðust þannig á við kosningaréttarlögin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögin sem repúblikanar á ríkisþingi Arizona samþykktu fyrir fimm árum gerðu það saknæmt að skila inn atkvæði fyrir annan kjósanda nema hann væri náinn ættingi eða aðstandandi. Algengt er að baráttuhópar ýmissa minnihlutahópa safni útfylltum utankjörfundaratkvæðum og skili þeim á kjörstaði til að auðvelda fólki að kjósa og auka kjörsókn. Þá kváðu lögin á um að atkvæði sem væru greidd í rangri kjördeild skyldu ógilt. Næsti kjörstaður við heimili kjósenda er ekki alltaf í þeirri kjördeild sem þeim er úthlutað, að sögn AP-fréttastofunnar. Töldu aukna kjörsókn koma niður á sér Með niðurstöðu sinni hefur hæstirétturinn nú kippt fótunum undan því ákvæði kosningaréttarlaganna sem mest hefur mætt á síðan að íhaldsmenn við réttinn veiktu lögin verulega árið 2013. Þeir töldu að ákvæði um að suðurríki sem hafa sögulega mismunað svörtum kjósendum þyrftu að fá leyfi alríkisstjórnarinnar fyrir breytingum á kosningalögum stangast á við stjórnarskrá. Elena Kagan sakaði meirihlutann um að grafa undan kosningaréttarlögunum í annað skiptið á átta árum í minnihlutaálitinu sem hún skrifaði. „Það sem er sorglegt hér er að rétturinn hefur (enn á ný) endurskrifað, til þess að veikja, lög sem eru minnisvarði um mikilfengleika Bandaríkjanna og er vörn gegn lægstu hvötum okkar. Það sem er sorglegt er að rétturinn hefur skaðað lög sem var ætlað að „binda endi á misrétti í kosningum“,“ skrifaði Kagan fyrir hönd sín og hinna tveggja frjálslyndu dómaranna. Repúblikanar í Arizona héldu því meðal annars fram í málinu að takmarkanir á framkvæmd kosninga hefðu flokkspólitísk áhrif. Ef rétturinn felldi úr gildi bann við því að ógilda atkvæði sem voru greidd í rangri kjördeild takmarkaði það sigurlíkur repúblikana því að kjörsókn demókrata ykist. Þá héldu þeir fram að alríkislög legðu engar skyldur á hendur ríkinu að hámarka kjörsókn kynþáttaminnihlutahópa. Standa fyrir umdeildri endurskoðun atkvæða Öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, stendur nú fyrir umdeildri endurskoðun á atkvæðum úr forsetakosningunum í nóvember. Þeir réðu einkafyrirtæki til þess að skoða alla kjörseðla og kosningavélar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað staðlausar fullyrðingar Trump um kosningasvik. Sérfræðingar hafa gagnrýnt endurskoðunina sem þeir segja ótrúverðugt fausk. Þá hafa repúblikanar í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins, mótmælt félögum sínum í öldungadeildinni harðlega og fullyrða að kosningarnar hafi farið vel fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti vann nauman sigur á Trump í Arizona og var fyrsti demókratinn til að vinna í ríkinu í áratugi. Trump og bandamenn hans héldu í kjölfarið fram villtum ásökunum um að svik hefðu verið í tafli. Þeir hafa engar haldbærar sannanir geta lagt fram fyrir þeim ásökunum og dómstólar vísuðu málum þeirra frá. Úrslit kosninganna í Arizona hafa verið staðfest í opinberri endurtalningu og kosningaeftirliti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira