Ástæðuna segja talsmenn fyrirtækisins vitnisburðinn sem Spears gaf fyrir dómstólum á dögunum, þar sem hún greindi frá þeim áhrifum sem sjálfræðissviptingin hefði haft á sig og sagðist vilja endurheimta frelsið til að stjórna sér sjálf.
Í umsókn forsvarsmanna fyrirtækisins segir að þeir hafi tekið verkefnið að sér á þeirri forsendu að poppstjarnan hefði gengist viljug undir fyrirkomulagið. Nú væri annað komið í ljós og þeir virtu vilja Spears til að verða sjálfráða á ný.
Dómstóll úrskurðaði í vikunni að faðir Spears, Jamie, yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð.