Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:49 Páll Magnússon hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fimm ár, er að kveðja pólitíkina - og skrifar nú tæpitungulaust um stöðu flokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því. „Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
„Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira