Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 06:48 „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin.“ Getty Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira