Heimilisofbeldi í Englandi eykst um 38 prósent þegar enska liðið tapar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 10:16 Úr herferð National Center for Domestic Violence. Blóðinu er smurt annig að það líkist enska fánanum. National Center for Domestic Violence Umfangsmikil herferð gegn heimilisofbeldi hefur farið af stað í Englandi vegna þátttöku Englands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Englandi hefur gengið nokkuð vel í keppninni og mun leika til úrslita gegn Ítalíu á mótinu á sunnudaginn næsta. Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“ Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“
Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01