Grínaðist með að fyrsti titillinn gæti kostað vinskapinn við Messi Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 14:00 Neymar hefur aldrei unnið Copa América en það gæti breyst annað kvöld. EPA-EFE/Fernando Bizerra Jr Vinirnir Neymar og Lionel Messi mætast á miðnætti annað kvöld, að íslenskum tíma, í leik sem endar með því að annar þessara stórstjarna verður Suður-Ameríkumeistari í fótbolta í fyrsta sinn á ferlinum. Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli. Copa América Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli.
Copa América Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira