Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:35 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir lítinn stuðning meðal kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki koma sér á óvart. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem sé á hinum enda pólitíska rófsins, geti skýrt andstöðuna. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní eru rúm 70 prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á alveg öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að niðurstöðurnar komi sér í sjálfu sér ekki á óvart. „Lífsskoðun Vinstri grænna hún breytist í sjálfu sér ekki, það er að segja vinstri pólitíkin, og þetta er auðvitað óhefðbundið ríkisstjórnarsamstarf, sannarlega, um það eru allir sammála og það kemur ekki á óvart að það sé ekki sami stuðningur í okkar röðum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.“ Pólar hvor á sínum endanum Það sé ekkert sérstakt kappsmál að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna. „Þá eru þetta pólar á sitthvorum endanum sem eru í þessu óvenjulega ríkisstjórnarsamstarfi þannig að eðlilega kannski, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst frá okkur í grundvallarpólitík.“ Katr í n [Jakobsdóttir, forsætisráðherra] hefur n ú gefi ð ú t a ð henni hugnist a ð halda þ essu samstarfi á fram en í lj ó si þ essarar ni ð urst öð u, telur ð u v æ nlegt fyrir Vinstri gr æ n a ð gera þ a ð ? „Katrín hefur ekkert verið neitt afdráttarlaus um það frekar en eitthvað annað. Ég held hún hafi alltaf haldið því fram eins og við hin að þetta snýst um málefni. Kosningar snúast um málefni og ef við fáum einhvern til að vinna með okkur að okkar góðu málefnum þá að sjálfsögðu ræðum við það, við hvern þann sem vill.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30 Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní eru rúm 70 prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á alveg öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að niðurstöðurnar komi sér í sjálfu sér ekki á óvart. „Lífsskoðun Vinstri grænna hún breytist í sjálfu sér ekki, það er að segja vinstri pólitíkin, og þetta er auðvitað óhefðbundið ríkisstjórnarsamstarf, sannarlega, um það eru allir sammála og það kemur ekki á óvart að það sé ekki sami stuðningur í okkar röðum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.“ Pólar hvor á sínum endanum Það sé ekkert sérstakt kappsmál að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna. „Þá eru þetta pólar á sitthvorum endanum sem eru í þessu óvenjulega ríkisstjórnarsamstarfi þannig að eðlilega kannski, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst frá okkur í grundvallarpólitík.“ Katr í n [Jakobsdóttir, forsætisráðherra] hefur n ú gefi ð ú t a ð henni hugnist a ð halda þ essu samstarfi á fram en í lj ó si þ essarar ni ð urst öð u, telur ð u v æ nlegt fyrir Vinstri gr æ n a ð gera þ a ð ? „Katrín hefur ekkert verið neitt afdráttarlaus um það frekar en eitthvað annað. Ég held hún hafi alltaf haldið því fram eins og við hin að þetta snýst um málefni. Kosningar snúast um málefni og ef við fáum einhvern til að vinna með okkur að okkar góðu málefnum þá að sjálfsögðu ræðum við það, við hvern þann sem vill.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30 Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30
Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44