Mikið tekjutap að missa aðganginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:38 Valdimar Óskarsson er framkvæmdastjóri Syndis. Kristín Pétursdóttir er einn áhrifavaldanna sem lenti í klóm tölvuþrjótsins. Samsett Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“ Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“
Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira