Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2021 11:51 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ArnarHalldórs Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Kópavogi þann 2. apríl síðastliðinn. Upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt í framhaldinu. Daníel hlaut talsverða höfuðáverka en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann, eða að hann hafi dregist eftir bifreiðinni. Daginn eftir var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Rúmenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið Daníeli að bana flúði land á dögunum þrátt fyrir að hafa verið í farbanni til 1. september. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hann hafi orðið sér úti um nýtt vegabréf. „Það virðist sem svo að hann hafa orðið sér úti um nýtt vegabréf en þegar hann var settur í þetta farbann þá var lagt hald á hans vegabréf. Farbann er ekkert öruggt úrræði og það er svo sem okkar reynsla að menn hafa alveg geta farið úr landi þó þeir sæti farbanni ef einbeittur vilji er fyrir hendi til að koma sér út land,“ segir Margeir. Það sé afar slæmt. „Því þetta eru þau úrræði sem við höfum og ef menn geta farið svona auðveldlega framhjá því þá er það mjög slæmt,“ segir Margeir. Það sé verið að rannsaka hvernig maður sem er í farbanni hafi komist í gegnum flugvöllinn. Vitið þið hvert hann fór? „Já við erum nú með upplýsingar um það og eru í samskiptum við hann í gegnum verjanda hans,“ segir Margeir. Maðurinn hafi flogið til London og þaðan til heimalandsins. Margeir segir að málið sé nú skoðað í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Svo erum við bara að verða okkur út um evrópska handtökutilskipun til að gefa hana út,“ segir Margeir. Þannig þú ert bjartsýnn á að þið náið manninum aftur til landsins? „Já, við gerum okkar besta. Við leggjum okkur alla fram við það,“ segir Margeir. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Kópavogi þann 2. apríl síðastliðinn. Upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt í framhaldinu. Daníel hlaut talsverða höfuðáverka en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann, eða að hann hafi dregist eftir bifreiðinni. Daginn eftir var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Rúmenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið Daníeli að bana flúði land á dögunum þrátt fyrir að hafa verið í farbanni til 1. september. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hann hafi orðið sér úti um nýtt vegabréf. „Það virðist sem svo að hann hafa orðið sér úti um nýtt vegabréf en þegar hann var settur í þetta farbann þá var lagt hald á hans vegabréf. Farbann er ekkert öruggt úrræði og það er svo sem okkar reynsla að menn hafa alveg geta farið úr landi þó þeir sæti farbanni ef einbeittur vilji er fyrir hendi til að koma sér út land,“ segir Margeir. Það sé afar slæmt. „Því þetta eru þau úrræði sem við höfum og ef menn geta farið svona auðveldlega framhjá því þá er það mjög slæmt,“ segir Margeir. Það sé verið að rannsaka hvernig maður sem er í farbanni hafi komist í gegnum flugvöllinn. Vitið þið hvert hann fór? „Já við erum nú með upplýsingar um það og eru í samskiptum við hann í gegnum verjanda hans,“ segir Margeir. Maðurinn hafi flogið til London og þaðan til heimalandsins. Margeir segir að málið sé nú skoðað í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Svo erum við bara að verða okkur út um evrópska handtökutilskipun til að gefa hana út,“ segir Margeir. Þannig þú ert bjartsýnn á að þið náið manninum aftur til landsins? „Já, við gerum okkar besta. Við leggjum okkur alla fram við það,“ segir Margeir.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57